Halla vill að á Bessastöðum verði opinn umræðuvettvangur fyrir þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 19:14 Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir. Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir.
Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00
Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08