Hvernig forseta vil ég ekki Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar