Dómgreindarbrestur eða græðgi? Willum Þór Þórsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Ekki er til einhlítur mælikvarði á jöfnuð og hann snýst ekki bara um laun. Það er óumdeilt að við viljum jöfn tækifæri fyrir alla og jafnan aðgang að grunnþjónustu. Það er einnig almennur skilningur á því að til þess að auka velferð allra, efla heilbrigðis- og menntakerfið og fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu, þarf að auka verðmætasköpun. Til þess að hægt sé að „stækka kökuna“ standa heimshagkerfin frammi fyrir þeirri áskorun að auka framleiðni og draga úr misskiptingu auðs. Þetta viðfangsefni þarfnast sannarlega frumkvæðis stjórnvalda og atvinnulífs en ekkert síður sameiginlegs skilnings á verkefninu.Jöfnuður meiri en nokkru sinni áður Í nýútkomnum félagsvísum fyrir 2015 kemur fram að Gini-stuðullinn, sem mælir hvernig samanlagðar tekjur allra einstaklinga í landinu dreifast, hefur ekki verið lægri síðan mælingar hófust árið 2004. Bilið milli tekjuhæstu og tekjulægstu Íslendinga hefur minnkað og einstaklingar undir lágtekjumörkum hafa aðeins einu sinni áður mælst færri síðan mælingar hófust.Lífskjör – Ísland í 4. sæti Ef tekið er mið af lífskjaramælikvarða SPI-vísitölunnar (Social Progress Index) er Ísland í fjórða sæti. Fyrir ofan Ísland á þessum lista eru Noregur, Svíþjóð og Sviss. Þessi félagslega þróunarvísitala er dæmi um breytta nálgun þar sem ekki er einblínt á einhlítan hagvaxtarmælikvarða. Lífskjör og verðmætasköpun eru meðal annars metin út frá grundvallarþörfum, almennri velferð, aðgengi að velferðarkerfum og tækifærum einstaklinga til að vaxa og dafna.Lægri skattar og aukinn stuðningur Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur markvisst dregið úr skattheimtu og aukið enn frekar félagslega aðstoð. Vörugjöld hafa verið afnumin, sem skilar sér í lægra vöruverði, tekjuskattskerfið einfaldað og skattleysismörk og persónuafsláttur hafa hækkað. Barnabætur eru hærri og bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækkuðu um tæp 10% um áramótin. Kaupmáttur allra hefur aukist og atvinnuleysi minnkað. Skuldir heimila hafa lækkað og séreignarsparnaðarleiðin var hluti af velheppnaðri skuldaleiðréttingu en ekkert síður til þess fallin að auðvelda fólki að spara til þess að fjárfesta í húsnæði. Fyrirhugaðar aðgerðir sem samþykktar voru sem hluti af kjarasamningum síðastliðið vor eru svo hugsaðar til þess að auka tekjujöfnuð enn frekar og jafna og bæta eignastöðu fólks.Sama farið? Þjóðin öll tók á sig skell og auknar byrðar en hefur með sameiginlegu átaki náð vopnum sínum. Flestir hagvísar eru nú jákvæðir: aukinn hagvöxtur, minna atvinnuleysi, verðstöðugleiki, aukinn tekjujöfnuður, lækkandi skuldir þjóðarbúsins og lausn á greiðslujafnaðarvanda þar sem erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri síðan á síldarárunum! Aukinn kaupmáttur og ráðstöfunargeta sem skilar sér í auknum ávinningi í atvinnulífinu. Á sama tíma og við erum að komast í betri stöðu til þess að efla velferðarkerfið og auka jöfnuð þá berast okkur fréttir um ofurbónusa fárra, hlutabréfakaup útvalinna, himinháar arðgreiðslur og já jafnvel arðgreiðslur umfram hagnað!Gagnkvæmur skilningur? Stjórnendur fyrirtækja bera mikla samfélagslega ábyrgð ekkert síður en gagnvart eigendum. Það er skilningur á því að eigendur njóti arðs af fjárfestingum og stjórnendur hljóti umbun fyrir erfiðar ákvarðanir. En um leið þurfa þeir að geta lesið í samfélag sitt. Ef ekki ríkir gagnkvæmur skilningur stjórnvalda og stjórnenda í atvinnulífinu á efnahagslegum áskorunum um framleiðni og aukinn jöfnuð, rofnar hin samfélagslega sátt. Niðurstaðan verður í besta falli brestur á dómgreind eða hrein græðgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er til einhlítur mælikvarði á jöfnuð og hann snýst ekki bara um laun. Það er óumdeilt að við viljum jöfn tækifæri fyrir alla og jafnan aðgang að grunnþjónustu. Það er einnig almennur skilningur á því að til þess að auka velferð allra, efla heilbrigðis- og menntakerfið og fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu, þarf að auka verðmætasköpun. Til þess að hægt sé að „stækka kökuna“ standa heimshagkerfin frammi fyrir þeirri áskorun að auka framleiðni og draga úr misskiptingu auðs. Þetta viðfangsefni þarfnast sannarlega frumkvæðis stjórnvalda og atvinnulífs en ekkert síður sameiginlegs skilnings á verkefninu.Jöfnuður meiri en nokkru sinni áður Í nýútkomnum félagsvísum fyrir 2015 kemur fram að Gini-stuðullinn, sem mælir hvernig samanlagðar tekjur allra einstaklinga í landinu dreifast, hefur ekki verið lægri síðan mælingar hófust árið 2004. Bilið milli tekjuhæstu og tekjulægstu Íslendinga hefur minnkað og einstaklingar undir lágtekjumörkum hafa aðeins einu sinni áður mælst færri síðan mælingar hófust.Lífskjör – Ísland í 4. sæti Ef tekið er mið af lífskjaramælikvarða SPI-vísitölunnar (Social Progress Index) er Ísland í fjórða sæti. Fyrir ofan Ísland á þessum lista eru Noregur, Svíþjóð og Sviss. Þessi félagslega þróunarvísitala er dæmi um breytta nálgun þar sem ekki er einblínt á einhlítan hagvaxtarmælikvarða. Lífskjör og verðmætasköpun eru meðal annars metin út frá grundvallarþörfum, almennri velferð, aðgengi að velferðarkerfum og tækifærum einstaklinga til að vaxa og dafna.Lægri skattar og aukinn stuðningur Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur markvisst dregið úr skattheimtu og aukið enn frekar félagslega aðstoð. Vörugjöld hafa verið afnumin, sem skilar sér í lægra vöruverði, tekjuskattskerfið einfaldað og skattleysismörk og persónuafsláttur hafa hækkað. Barnabætur eru hærri og bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækkuðu um tæp 10% um áramótin. Kaupmáttur allra hefur aukist og atvinnuleysi minnkað. Skuldir heimila hafa lækkað og séreignarsparnaðarleiðin var hluti af velheppnaðri skuldaleiðréttingu en ekkert síður til þess fallin að auðvelda fólki að spara til þess að fjárfesta í húsnæði. Fyrirhugaðar aðgerðir sem samþykktar voru sem hluti af kjarasamningum síðastliðið vor eru svo hugsaðar til þess að auka tekjujöfnuð enn frekar og jafna og bæta eignastöðu fólks.Sama farið? Þjóðin öll tók á sig skell og auknar byrðar en hefur með sameiginlegu átaki náð vopnum sínum. Flestir hagvísar eru nú jákvæðir: aukinn hagvöxtur, minna atvinnuleysi, verðstöðugleiki, aukinn tekjujöfnuður, lækkandi skuldir þjóðarbúsins og lausn á greiðslujafnaðarvanda þar sem erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri síðan á síldarárunum! Aukinn kaupmáttur og ráðstöfunargeta sem skilar sér í auknum ávinningi í atvinnulífinu. Á sama tíma og við erum að komast í betri stöðu til þess að efla velferðarkerfið og auka jöfnuð þá berast okkur fréttir um ofurbónusa fárra, hlutabréfakaup útvalinna, himinháar arðgreiðslur og já jafnvel arðgreiðslur umfram hagnað!Gagnkvæmur skilningur? Stjórnendur fyrirtækja bera mikla samfélagslega ábyrgð ekkert síður en gagnvart eigendum. Það er skilningur á því að eigendur njóti arðs af fjárfestingum og stjórnendur hljóti umbun fyrir erfiðar ákvarðanir. En um leið þurfa þeir að geta lesið í samfélag sitt. Ef ekki ríkir gagnkvæmur skilningur stjórnvalda og stjórnenda í atvinnulífinu á efnahagslegum áskorunum um framleiðni og aukinn jöfnuð, rofnar hin samfélagslega sátt. Niðurstaðan verður í besta falli brestur á dómgreind eða hrein græðgi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar