Frelsi að hafa val Birta Björnsdóttir skrifar 26. mars 2016 19:30 Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04
Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30
Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30