Farfuglarnir streyma til landsins: Lóurnar ættu að ná til landsins fyrir páska Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2016 15:17 Tjaldurinn er kominn til landsins og er einn af vorboðunum. Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“ Lóan er komin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“
Lóan er komin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira