Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson skrifar 21. mars 2016 15:10 Stjórnarandstaðan talar nú um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra vegna erlendra eigna eiginkonu hans, á þeim grundvelli að hann hefði átt að upplýsa um þessar eignir löngu fyrr. Þetta er nokkuð merkileg krafa frá stjórnarandstöðunni þar sem engum þingmanni né ráðherra er skylt að gefa upp séreignir maka síns. Þess fyrir utan hefur það alltaf legið fyrir að eiginkona forsætisráðherra sé sterkefnuð kona. Aðrir leggja málið þannig upp að hægt sé að rengja hæfi forsætisráðherra, þar sem eiginkona hans átti kröfur í þrotabú föllnu bankana. Það verður með sanni segjast að það þykir mér heldur langsótt. Sigmundur Davíð er sá maður sem hefur gengið hvað harðast gegn kröfuhöfunum frá því hann kom í pólitík og undir hans stjórn var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða krónur, beint eða óbeint. Ekkert var gefið eftir í þeirri vinnu og þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mjög fyrir orð sín um uppgjör föllnu bankanna í síðustu Alþingiskosningum - það sem hann væri að leggja til væri hreinlega óraunhæft og lýðskrum - hefur hvert einasta atriði í þeim málflutningi hans staðist. Í raun má segja að efnahagslegt kraftaverk hafi verið unnið á tíma Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra. Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk. Hann er leiðtogi sem nær árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan talar nú um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra vegna erlendra eigna eiginkonu hans, á þeim grundvelli að hann hefði átt að upplýsa um þessar eignir löngu fyrr. Þetta er nokkuð merkileg krafa frá stjórnarandstöðunni þar sem engum þingmanni né ráðherra er skylt að gefa upp séreignir maka síns. Þess fyrir utan hefur það alltaf legið fyrir að eiginkona forsætisráðherra sé sterkefnuð kona. Aðrir leggja málið þannig upp að hægt sé að rengja hæfi forsætisráðherra, þar sem eiginkona hans átti kröfur í þrotabú föllnu bankana. Það verður með sanni segjast að það þykir mér heldur langsótt. Sigmundur Davíð er sá maður sem hefur gengið hvað harðast gegn kröfuhöfunum frá því hann kom í pólitík og undir hans stjórn var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða krónur, beint eða óbeint. Ekkert var gefið eftir í þeirri vinnu og þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mjög fyrir orð sín um uppgjör föllnu bankanna í síðustu Alþingiskosningum - það sem hann væri að leggja til væri hreinlega óraunhæft og lýðskrum - hefur hvert einasta atriði í þeim málflutningi hans staðist. Í raun má segja að efnahagslegt kraftaverk hafi verið unnið á tíma Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra. Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk. Hann er leiðtogi sem nær árangri.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar