Vélin hvarf fyrir rétt rúmum tveimur árum á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking með 239 manneskjur um borð.

Sérfræðingar í Ástralíu vinna nú að því að staðfesta hvort að brotin séu úr MH370 eða ekki. Stjórnvöld í Malasíu hafa sagt að það væri líklegt að brakið sem fannst í febrúar væri úr Boeing 777 flugvél, sömu gerð flugvélar og MH370 var.
Yfirvöld í Ástralíu leiða leitina að flugvélinni þar sem talið er að hún hafi brotlent undan vesturströnd landsins, í Indlandshafi.
Fyrir skömmu fannst annar hlutur á Reunion eyju, en rannsakendur segja ólíklegt að það sé af flugvélinni týndu.