Erlent

Brak sem mögulega er úr MH370 flutt til Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Eina brakið sem fundist hefur úr flugvélinni fannst á Reunion eyju.
Eina brakið sem fundist hefur úr flugvélinni fannst á Reunion eyju. Vísir/AFP
Tveir hlutir, sem mögulega koma úr týndu malasísku flugvélinni MH370, hafa verið sendir til Ástralíu til greiningar. Um er að ræða málmplötu sem fannst undan ströndum Mósambík í Afríku í febrúar og annan hlut sem fannst þar í landi í desember. Einungis eitt brot úr vélinni hefur fundist þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla leit.

Vélin hvarf fyrir rétt rúmum tveimur árum á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking með 239 manneskjur um borð.

Hér má sjá yfirlit yfir svæðið þar sem leitað er að MH370.Vísir/GraphicNews
Sjá einnig: Hvarf MH370 enn ráðgáta

Sérfræðingar í Ástralíu vinna nú að því að staðfesta hvort að brotin séu úr MH370 eða ekki. Stjórnvöld í Malasíu hafa sagt að það væri líklegt að brakið sem fannst í febrúar væri úr Boeing 777 flugvél, sömu gerð flugvélar og MH370 var.

Yfirvöld í Ástralíu leiða leitina að flugvélinni þar sem talið er að hún hafi brotlent undan vesturströnd landsins, í Indlandshafi.

Fyrir skömmu fannst annar hlutur á Reunion eyju, en rannsakendur segja ólíklegt að það sé af flugvélinni týndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×