Hrannar Pétursson kynnir forsetaframboð Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 09:30 Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira