Vernda fólk sem vill geta neitað hinsegin fólki um þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2016 17:33 Frá gleðigöngunni í Bandaríkjunum vísir/getty Öldungadeild ríkisþings Mississippi í Bandaríkjunum samþykkti í vikunni ný lög sem mismuna hinsegin fólki en löggjöfin er af mörgum talin ganga lengst allra þeirra laga sem samþykkt hafa verið í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og skerða réttindi hinsegin fólks. Lagafrumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 17 og er kallað „trúfrelsisfrumvarpið.“ Það felur það vernd fyrir einstaklinga, trúfélög og ákveðin fyrirtæki sem neita að þjónusta hinsegin fólk. Þá felur það jafnframt í sér vernd fyrir þá sem neita að viðurkenna kyn transfólks. Repúblikanar fara með meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild ríkisþingsins en strax í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt lögðu demókratar fram breytingatillögu svo kjósa þarf aftur í næstu viku. Það er þó talið að það breyti engu þar sem repúblikanir segja dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í júní í fyrra um að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg í öllum ríkjum landsins skapa vandamál fyrir fólk sem er trúað. „Þessi löggjöf verndar þá sem geta ekki með góðri samvisku þjónustað hjón af sama kyni. Þetta felur ekki í sér mismunun,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn Jennifer Branning. Demókratar hafa mótmælt löggjöfinni harðlega sem og þeir sem barist hafa fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Vilja þeir meina að mikil mismunun felist í lögunum þar sem fólki er veittur réttur til þess að neita hinsegin fólki um þjónustu, vörur, læknisþjónustu, húsnæði og atvinnu. „Þetta er væntanlega versta trúfrelsisfrumvarp allra tíma,“ segir Ben Needham, baráttumaður fyrir réttindum hinsegins fólks í Suðurríkjunum. Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Öldungadeild ríkisþings Mississippi í Bandaríkjunum samþykkti í vikunni ný lög sem mismuna hinsegin fólki en löggjöfin er af mörgum talin ganga lengst allra þeirra laga sem samþykkt hafa verið í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og skerða réttindi hinsegin fólks. Lagafrumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 17 og er kallað „trúfrelsisfrumvarpið.“ Það felur það vernd fyrir einstaklinga, trúfélög og ákveðin fyrirtæki sem neita að þjónusta hinsegin fólk. Þá felur það jafnframt í sér vernd fyrir þá sem neita að viðurkenna kyn transfólks. Repúblikanar fara með meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild ríkisþingsins en strax í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt lögðu demókratar fram breytingatillögu svo kjósa þarf aftur í næstu viku. Það er þó talið að það breyti engu þar sem repúblikanir segja dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í júní í fyrra um að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg í öllum ríkjum landsins skapa vandamál fyrir fólk sem er trúað. „Þessi löggjöf verndar þá sem geta ekki með góðri samvisku þjónustað hjón af sama kyni. Þetta felur ekki í sér mismunun,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn Jennifer Branning. Demókratar hafa mótmælt löggjöfinni harðlega sem og þeir sem barist hafa fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Vilja þeir meina að mikil mismunun felist í lögunum þar sem fólki er veittur réttur til þess að neita hinsegin fólki um þjónustu, vörur, læknisþjónustu, húsnæði og atvinnu. „Þetta er væntanlega versta trúfrelsisfrumvarp allra tíma,“ segir Ben Needham, baráttumaður fyrir réttindum hinsegins fólks í Suðurríkjunum.
Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira