HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2016 11:00 Á síðustu stundu. Það eru 69 dagar síðan Guðmundur formaður og Einar, framkvæmdastjóri HSÍ, settust niður á fundi með Aroni Kristjánssyni er hann hætti. vísir/vilhelm Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. Það var þann 22. janúar síðastliðinn að HSÍ hélt blaðamannafund þar sem Aron Kristjánsson tilkynnti að hann væri hættur að þjálfa landsliðið. Hann tók þá ákvörðun eftir vonbrigðin á EM í Póllandi. „Við gefum okkur engan sérstakan tímaramma til að ráða nýjan þjálfara,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á fundinum í janúar. Formaðurinn er samt sprunginn á tíma enda landsleikur gegn Noregi eftir þrjá daga og eins ótrúlegt og það hljómar er ekki búið að tilkynna neinn leikmannahóp fyrir leikina tvo gegn Noregi sem fara fram á sunnudag og þriðjudag. Það er þó búið að forvinna málið að því er Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í fyrradag. Þó svo formaðurinn hafi ekki sett sér neinn tímaramma í janúar gerði hann það þó síðar. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtali við Vísi þann 4. mars síðastliðinn. Þá var hann ekki að fara á taugum. „Við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Klukkan hefur tifað og HSÍ er sprungið á tíma. Þessi drjúgi tímarammi sem formaðurinn setti sér rennur út í dag og ekki hefur enn verið staðfest að blaðamannafundur verði hjá HSÍ síðar í dag þar sem tilkynnt verði um nýjan þjálfara. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. Það var þann 22. janúar síðastliðinn að HSÍ hélt blaðamannafund þar sem Aron Kristjánsson tilkynnti að hann væri hættur að þjálfa landsliðið. Hann tók þá ákvörðun eftir vonbrigðin á EM í Póllandi. „Við gefum okkur engan sérstakan tímaramma til að ráða nýjan þjálfara,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á fundinum í janúar. Formaðurinn er samt sprunginn á tíma enda landsleikur gegn Noregi eftir þrjá daga og eins ótrúlegt og það hljómar er ekki búið að tilkynna neinn leikmannahóp fyrir leikina tvo gegn Noregi sem fara fram á sunnudag og þriðjudag. Það er þó búið að forvinna málið að því er Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í fyrradag. Þó svo formaðurinn hafi ekki sett sér neinn tímaramma í janúar gerði hann það þó síðar. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtali við Vísi þann 4. mars síðastliðinn. Þá var hann ekki að fara á taugum. „Við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Klukkan hefur tifað og HSÍ er sprungið á tíma. Þessi drjúgi tímarammi sem formaðurinn setti sér rennur út í dag og ekki hefur enn verið staðfest að blaðamannafundur verði hjá HSÍ síðar í dag þar sem tilkynnt verði um nýjan þjálfara.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44
Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15
Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00
Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30