Computer says NO – um orð og efndir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 31. mars 2016 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sett fram markmið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþingmanns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á landsbyggðinni vegna stórfelldra launahækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á landsbyggðinni þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustufall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslustöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framangreindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggðinni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áframhaldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þessari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram markmiðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sett fram markmið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþingmanns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á landsbyggðinni vegna stórfelldra launahækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á landsbyggðinni þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustufall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslustöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framangreindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggðinni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áframhaldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þessari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram markmiðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun