Handbolti

Lærisveinar Gumma Gumm komnir með aðra höndina til Ríó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur og lærisveinar hans eru komnir í góða stöðu eftir jafnteflið gegn Norðmönnum í kvöld.
Guðmundur og lærisveinar hans eru komnir í góða stöðu eftir jafnteflið gegn Norðmönnum í kvöld. vísir/getty
Danir og Norðmenn gerðu jafntefli, 25-25, í forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik í Herning í kvöld.

Guðmundur Guðmundsson er landsliðsþjálfari Dana en leikurinn var mjög jafn alveg frá fyrstu mínútu. Danir þurfa því aðeins eitt stig gegn Barein í lokaleiknum annað kvöld og þá eru þeir búnir að tryggja sér farseðilinn til Ríó í sumar.

Danir unnu frábæran sigur á Króötum í gærkvöldi sem lagði grunninn að því að koma liðinu á Ólympíuleikana. Stigið í kvöld skipti einnig gríðarlegu máli.

Norðmenn geta enn tryggt sig inn á Ólympíuleikana en liðið þarf að ná í stig gegn Króatíu annað kvöld. Króatar verða að vinna þann leik til að komast á Ólympíuleikana.


Tengdar fréttir

Guðmundur sáttur: Spiluðum mjög góða vörn

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltalandsliðsins, hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn mikilvæga á Króatíu í forkeppni Ólympíuleikanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×