Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningar Höskuldur Kári Schram skrifar 9. apríl 2016 18:30 Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira