Umfjöllun og viðtöl: Grindavík Haukar 60-63 | Haukar nældu sér í sögulegan oddaleik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2016 21:30 Helena Sverrisdóttir í leik gegn Grindavík. Vísir/Ernir Helena Sverrisdóttir átti stórleik í kvöld þegar Haukar unnu öflugan sigur á Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í Grindavík í kvöld. Með sigrinum nældu Haukastelpur sér í oddaleik á heimavelli. Afar vel af sér vikið hjá deildarmeisturunum en þær lentu 2-0 undir í einvíginu og hafa nú unnið tvo leiki í röð. Undir er sæti í úrslitunum gegn Snæfelli. Sigurinn er sögulegur en í sögu úrslitakeppninnar í úrvalsdeild kvenna hefur aðeins tveimur liðum tekist að ná fram oddaleik eftir að hafa lent 2-0 undir.Haukastúlkur leiddu framan af og þrátt fyrir mikla spennu og jafnan leik gáfu þeir aldrei forskotið eftir. Helena Sverrisdóttir leiddi sína liðsmenn áfram og var langbesti leikmaður vallarins. Skoraði hún 32 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar.Ótrúleg flautukarfa Helenu skildi liðin að í hálfleik Grindavík byrjaði leikinn með látum og eftir þriggja mínútna leik var staðan 10-2. Haukastúlkur réðu lítið við Sigrúnu Sjöfn Ásmundsdóttir sem skoraði sjö af þessum tíu stigum. Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka sá að þetta myndi ekki ganga og var fljótur að taka leikhlé. Eftir það komust Haukar í takt við leikinn og sex mínútum seinna voru Haukastúlkur komnar yfir 11-12 þegar Pálína María Gunnlaugsdóttir setti góðan þrist. Það gekk erfiðlega fyrir heimastúlkur að vinna bug á öflugum varnarleik Hauka og á ellefu mínútna kafla í fyrsta og öðrum leikhluta skoruðu þær aðeins fimm stig. Þökk sé öflugri byrjun Grindavíkur komust Haukar þó ekki langt fram úr á þessum kafla og heimastúlkur náðu sínum vopnum á nýjan leik um miðbik annars leikhluta. Eftir það mátti varla skilja liðin að og skiptust þau á því að komast yfir. Það var alveg ljóst að hvorugt liðið hafði mikinn áhuga á því að tapa leiknum og það var barist um hvern einasta bolta, í vörn og sókn. Það eina sem skildi liðin að í hálfleik var stórglæsileg flautukarfa Helenu Sverrisdóttur rétt fyrir utan þriggja stiga línuna og Haukar leiddu því í hálfleik, 23-26. Að öðru leyti var jafnt á öllum tölum, bæði lið tóku 27 fráköst í hálfleiknum og bæði lið stálu boltanum fimm sinnnum. Tölfræði leiks:Grindavík-Haukar 60-63 (13-12, 10-14, 16-19, 21-18)Grindavík: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20, Petrúnella Skúladóttir 12/5 fráköst, Whitney Michelle Frazier 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0, Hrund Skúladóttir 0, Helga Einarsdóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 32/8 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9/12 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/3 varin skot, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/6 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst, Shanna Dacanay 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0.Grindavík komst oft nálægt en alltaf slökkti Helena vonarneistann Í raun reyndist þessi þristur Helenu undir lokin vera gríðarlega mikilvægur. Með honum náðu Haukastúlkur forskotinu sem þær létu aldrei af hendi. Síðari hálfleikur var þó gríðarlega spennandi og ekki mátti miklu muna að heimamenn næðu að stela sigrinum í blálokin. Haukar hófu þriðja leikhlutann af krafti og settu fimm stig strax í byrjun. Sylvía Rún Hálfdánardóttir átti langan tvist áður en að Helena setti þrist utan af velli og breytti stöðunni í 25-31. Grindavíkurstúlkur börðust þá af krafti og undir lok þriðja leikhluta minnkaði Petrúnella Skúladóttir muninn niður í 2 stig, 39-41 með öflugum þristi. En, líkt og átti eftir að gerast svo oft það sem eftir lifði leiks tókst Helenu alltaf að slökkva þann neista sem Grindavík var að reyna að skapa. Strax eftir þristinn hennar Petrúnellu skoraði Helena tvö stig og fékk víti að auki. Þar með komst Grindavík í 39-45 fyrir síðasta leikhlutann. Sigrún Sjöfn, sem var besti leikmaður Grindavíkur framan af, lenti í villuvandræðum snemma leiks en kom öflug inn í síðasta leikhlutann. Í upphafi fjórða leikhluta skoraði Grindavík fimm stig og minnkaðu muninn niður í 46- 47. Aftur mætti þó Helena og skoraði strax í næstu sókn. Haukastúlkur sýndu kraft sinn og komust í 50-56 þegar þrjár mínútur voru eftir. Enn og aftur tókst Grindavík þó að vinna sig aftur inn í leikinn og minnkuðu þær muninn niður í 55-56 þegar tvær mínútur voru eftir. Lesendur ættu þó að vera farnir að þekkja handritið því enn og aftur setti Helena niður þriggja stiga körfu beint í andlitið á heimamönnum. Það leit út fyrir að Haukar myndu sigla sigrinum heim þegar mínúta var eftir en Grindavík smellti risaþrist og þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan aðeins 60-61. Haukar töpuðu boltanum tvisvar á lokasekúndunum og í raun mátti örlitlu muna að Sigrún Sjöfn setti niður þrist rétt fyrir lok leiksins. Niður vildi boltinn þó ekki og því jöfnuðu Haukar einvígið og knúðu þær fram oddaleik sem fram fer á Ásvöllum á mánudaginn.Aðeins þriðja liðið til að ná fram oddaleik eftir að hafa lent 2-0 undir Sigurinn er að mörgu leyti sögulegur enda fátítt að lið nái að knýja fram oddaleik eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi eins og Haukar nú. Aðeins hafa tvö lið afrekað þetta í sögu úrslitakeppni kvennaboltans í körfubolta og þar af hefur aðeins eitt þeirra náð að sigra viðureignina að lokum. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Er þetta verkefnið sem bíður Haukastúlkna á mánudaginn.Helena: Komum núllstilltar inn í algjöran úrslitaleik á mánudaginnHelena Sverrisdóttir var besti maður vallarins í kvöld og átti stórleik, hún leiddi liðið sitt í vörn og sókn, skoraði 32 stig og tók átta fráköst. Aftur og aftur slökkti hún vonir heimamanna þegar þær nálguðust Hauka. Hún var þó nokkuð hógvær í spjalli við blaðamann eftir leik. Þakkaði hún vörninni fyrir sigurinn. „Ég var að setja nokkur skot í dag en mér fannst vörnin okkar færa okkur sigurinn. Við höldum þeim í 60 stigum,“ sagði Helena. „Við höldum þeim í 60 stigum. Við vorum að gera mistök í sókninni en náðum alltaf að bæta fyrir það í vörninni.“ Hún segir að Hauka-liðið muni koma vel stemmt inn í oddaleikinn á mánudaginn og er hún ánægð með að liðinu hafi tekist að snúa einvíginu við eftir slæma byrjun. „Ég er ótrúlega stolt að hafa náð að snúa þessu við. Við byrjuðum hörmulega en höfum komið frábærlega inn í þetta einvígi. Nú komum við bara núllstilltar inn í algjöran úrslitaleik á mánudaginn,“ sagði Helena.Íris: Vil helst spila oddaleikinn á morgun Íris Sverrisdóttir, leikmaður Grindavíkur var að vonum svekkt með úrslitin í kvöld. Hún segir að sóknarleikurinn hafi ekki skilað sínu. „Við vorum ekki að hitta í dag,“ sagði Íris en hún var þó ánægð með varnarleikinn. „Við spiluðum góða vörn og fáum aðeins á okkur 63 stig.“ Íris telur að tapið í kvöld og það að Haukar hafi nú náð að sigra tvo leiki í röð muni ekki hafa áhrif í oddaleiknum á mánudaginn. „Ég er drullusvekkt með að tapa þessum leik en það þarf að vinna þrjá til þess að fara áfram í úrslitin. Hvorugt liðið hefur náð því þannig að það er allt eða ekkert þar,“ sagði Íris sem er æst í að spila oddaleikinn. „Ég vildi helst spila þann leik á morgun ef ég mætti ráða,“ sagði Íris að lokum. Ingvar: Helena færir okkur ró Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka var mjög ánægður með sínar stelpur í kvöld og þakkar vörninni, líkt og Helena, sigurinn í kvöld. „Það var ekki það að við værum að spila góða sókn. En við fáum stoppinn í vörninni og það sigldi þessu heim,“ sagði Ingvar. Haukar tóku forystuna í lok fyrri hálfleiks þegar Helena setti niður flautuþrist sem kom Haukum í 23-26. Eftir það litu þær vart til baka og héldu forskotinu út leikinn. Ingvar segir að það hafi skipt sköpum. „Auðvitað er alltaf erfitt að elta. Þetta var stór karfa og gaf okkur kraft í klefanum í hálfleik,“ sagði Ingvar. Helena átti stórleik og sýndi í kvöld af hverju hún er talin vera besti leikmaðurinn í deildinni í dag. En hversu mikilvæg er hún fyrir Hauka? „Hún gerir svo mikið fyrir liðið. Færir okkur ró, skipuleggur vörnina og gefur stoðsendingar og tekur fráköst. Það er er ómetanlegt.“ Framundan er oddaleikur á mánudaginn á heimavelli Hauka. Segir Ingvar að þar bíði liðinu nákvæmlega sama verkefni og í kvöld. „Í kvöld þurftum við sigur annars var það sumarfrí og það er óbreytt í oddaleiknum.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Helena Sverrisdóttir átti stórleik í kvöld þegar Haukar unnu öflugan sigur á Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í Grindavík í kvöld. Með sigrinum nældu Haukastelpur sér í oddaleik á heimavelli. Afar vel af sér vikið hjá deildarmeisturunum en þær lentu 2-0 undir í einvíginu og hafa nú unnið tvo leiki í röð. Undir er sæti í úrslitunum gegn Snæfelli. Sigurinn er sögulegur en í sögu úrslitakeppninnar í úrvalsdeild kvenna hefur aðeins tveimur liðum tekist að ná fram oddaleik eftir að hafa lent 2-0 undir.Haukastúlkur leiddu framan af og þrátt fyrir mikla spennu og jafnan leik gáfu þeir aldrei forskotið eftir. Helena Sverrisdóttir leiddi sína liðsmenn áfram og var langbesti leikmaður vallarins. Skoraði hún 32 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar.Ótrúleg flautukarfa Helenu skildi liðin að í hálfleik Grindavík byrjaði leikinn með látum og eftir þriggja mínútna leik var staðan 10-2. Haukastúlkur réðu lítið við Sigrúnu Sjöfn Ásmundsdóttir sem skoraði sjö af þessum tíu stigum. Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka sá að þetta myndi ekki ganga og var fljótur að taka leikhlé. Eftir það komust Haukar í takt við leikinn og sex mínútum seinna voru Haukastúlkur komnar yfir 11-12 þegar Pálína María Gunnlaugsdóttir setti góðan þrist. Það gekk erfiðlega fyrir heimastúlkur að vinna bug á öflugum varnarleik Hauka og á ellefu mínútna kafla í fyrsta og öðrum leikhluta skoruðu þær aðeins fimm stig. Þökk sé öflugri byrjun Grindavíkur komust Haukar þó ekki langt fram úr á þessum kafla og heimastúlkur náðu sínum vopnum á nýjan leik um miðbik annars leikhluta. Eftir það mátti varla skilja liðin að og skiptust þau á því að komast yfir. Það var alveg ljóst að hvorugt liðið hafði mikinn áhuga á því að tapa leiknum og það var barist um hvern einasta bolta, í vörn og sókn. Það eina sem skildi liðin að í hálfleik var stórglæsileg flautukarfa Helenu Sverrisdóttur rétt fyrir utan þriggja stiga línuna og Haukar leiddu því í hálfleik, 23-26. Að öðru leyti var jafnt á öllum tölum, bæði lið tóku 27 fráköst í hálfleiknum og bæði lið stálu boltanum fimm sinnnum. Tölfræði leiks:Grindavík-Haukar 60-63 (13-12, 10-14, 16-19, 21-18)Grindavík: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20, Petrúnella Skúladóttir 12/5 fráköst, Whitney Michelle Frazier 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0, Hrund Skúladóttir 0, Helga Einarsdóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 32/8 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9/12 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/3 varin skot, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/6 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst, Shanna Dacanay 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0.Grindavík komst oft nálægt en alltaf slökkti Helena vonarneistann Í raun reyndist þessi þristur Helenu undir lokin vera gríðarlega mikilvægur. Með honum náðu Haukastúlkur forskotinu sem þær létu aldrei af hendi. Síðari hálfleikur var þó gríðarlega spennandi og ekki mátti miklu muna að heimamenn næðu að stela sigrinum í blálokin. Haukar hófu þriðja leikhlutann af krafti og settu fimm stig strax í byrjun. Sylvía Rún Hálfdánardóttir átti langan tvist áður en að Helena setti þrist utan af velli og breytti stöðunni í 25-31. Grindavíkurstúlkur börðust þá af krafti og undir lok þriðja leikhluta minnkaði Petrúnella Skúladóttir muninn niður í 2 stig, 39-41 með öflugum þristi. En, líkt og átti eftir að gerast svo oft það sem eftir lifði leiks tókst Helenu alltaf að slökkva þann neista sem Grindavík var að reyna að skapa. Strax eftir þristinn hennar Petrúnellu skoraði Helena tvö stig og fékk víti að auki. Þar með komst Grindavík í 39-45 fyrir síðasta leikhlutann. Sigrún Sjöfn, sem var besti leikmaður Grindavíkur framan af, lenti í villuvandræðum snemma leiks en kom öflug inn í síðasta leikhlutann. Í upphafi fjórða leikhluta skoraði Grindavík fimm stig og minnkaðu muninn niður í 46- 47. Aftur mætti þó Helena og skoraði strax í næstu sókn. Haukastúlkur sýndu kraft sinn og komust í 50-56 þegar þrjár mínútur voru eftir. Enn og aftur tókst Grindavík þó að vinna sig aftur inn í leikinn og minnkuðu þær muninn niður í 55-56 þegar tvær mínútur voru eftir. Lesendur ættu þó að vera farnir að þekkja handritið því enn og aftur setti Helena niður þriggja stiga körfu beint í andlitið á heimamönnum. Það leit út fyrir að Haukar myndu sigla sigrinum heim þegar mínúta var eftir en Grindavík smellti risaþrist og þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan aðeins 60-61. Haukar töpuðu boltanum tvisvar á lokasekúndunum og í raun mátti örlitlu muna að Sigrún Sjöfn setti niður þrist rétt fyrir lok leiksins. Niður vildi boltinn þó ekki og því jöfnuðu Haukar einvígið og knúðu þær fram oddaleik sem fram fer á Ásvöllum á mánudaginn.Aðeins þriðja liðið til að ná fram oddaleik eftir að hafa lent 2-0 undir Sigurinn er að mörgu leyti sögulegur enda fátítt að lið nái að knýja fram oddaleik eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi eins og Haukar nú. Aðeins hafa tvö lið afrekað þetta í sögu úrslitakeppni kvennaboltans í körfubolta og þar af hefur aðeins eitt þeirra náð að sigra viðureignina að lokum. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Er þetta verkefnið sem bíður Haukastúlkna á mánudaginn.Helena: Komum núllstilltar inn í algjöran úrslitaleik á mánudaginnHelena Sverrisdóttir var besti maður vallarins í kvöld og átti stórleik, hún leiddi liðið sitt í vörn og sókn, skoraði 32 stig og tók átta fráköst. Aftur og aftur slökkti hún vonir heimamanna þegar þær nálguðust Hauka. Hún var þó nokkuð hógvær í spjalli við blaðamann eftir leik. Þakkaði hún vörninni fyrir sigurinn. „Ég var að setja nokkur skot í dag en mér fannst vörnin okkar færa okkur sigurinn. Við höldum þeim í 60 stigum,“ sagði Helena. „Við höldum þeim í 60 stigum. Við vorum að gera mistök í sókninni en náðum alltaf að bæta fyrir það í vörninni.“ Hún segir að Hauka-liðið muni koma vel stemmt inn í oddaleikinn á mánudaginn og er hún ánægð með að liðinu hafi tekist að snúa einvíginu við eftir slæma byrjun. „Ég er ótrúlega stolt að hafa náð að snúa þessu við. Við byrjuðum hörmulega en höfum komið frábærlega inn í þetta einvígi. Nú komum við bara núllstilltar inn í algjöran úrslitaleik á mánudaginn,“ sagði Helena.Íris: Vil helst spila oddaleikinn á morgun Íris Sverrisdóttir, leikmaður Grindavíkur var að vonum svekkt með úrslitin í kvöld. Hún segir að sóknarleikurinn hafi ekki skilað sínu. „Við vorum ekki að hitta í dag,“ sagði Íris en hún var þó ánægð með varnarleikinn. „Við spiluðum góða vörn og fáum aðeins á okkur 63 stig.“ Íris telur að tapið í kvöld og það að Haukar hafi nú náð að sigra tvo leiki í röð muni ekki hafa áhrif í oddaleiknum á mánudaginn. „Ég er drullusvekkt með að tapa þessum leik en það þarf að vinna þrjá til þess að fara áfram í úrslitin. Hvorugt liðið hefur náð því þannig að það er allt eða ekkert þar,“ sagði Íris sem er æst í að spila oddaleikinn. „Ég vildi helst spila þann leik á morgun ef ég mætti ráða,“ sagði Íris að lokum. Ingvar: Helena færir okkur ró Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka var mjög ánægður með sínar stelpur í kvöld og þakkar vörninni, líkt og Helena, sigurinn í kvöld. „Það var ekki það að við værum að spila góða sókn. En við fáum stoppinn í vörninni og það sigldi þessu heim,“ sagði Ingvar. Haukar tóku forystuna í lok fyrri hálfleiks þegar Helena setti niður flautuþrist sem kom Haukum í 23-26. Eftir það litu þær vart til baka og héldu forskotinu út leikinn. Ingvar segir að það hafi skipt sköpum. „Auðvitað er alltaf erfitt að elta. Þetta var stór karfa og gaf okkur kraft í klefanum í hálfleik,“ sagði Ingvar. Helena átti stórleik og sýndi í kvöld af hverju hún er talin vera besti leikmaðurinn í deildinni í dag. En hversu mikilvæg er hún fyrir Hauka? „Hún gerir svo mikið fyrir liðið. Færir okkur ró, skipuleggur vörnina og gefur stoðsendingar og tekur fráköst. Það er er ómetanlegt.“ Framundan er oddaleikur á mánudaginn á heimavelli Hauka. Segir Ingvar að þar bíði liðinu nákvæmlega sama verkefni og í kvöld. „Í kvöld þurftum við sigur annars var það sumarfrí og það er óbreytt í oddaleiknum.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira