
Aðskilnaður ríkis og Spaugstofu
„Ekki okkar Spaugstofa! Vanhæf Spaugstofa!“
Ég man að hafa setið heima eins og einhver bitur faðir fallins forsætisráðherra og tautaði með mér að þessi háværi minnihluti væri „ekki þjóðin“.
Ekki það að ég sæti límdur við skjáinn á laugardagskvöldum að fylgjast með þessu ríkisrekna gríni, en ég þóttist þó vita að það væri eftirspurn eftir því.
Því hlakkaði í mér þegar Spaugstofan var gripin glóðvolg af einkarekinni sjónvarpsstöð eftir að hafa verið kastað út á hinn opna og frjálsa markað.
Ég þóttist vita að það væri áhorfendahópur fyrir þá. Talsvert stór jafnvel. Áhorfendahópur sem átti fullan rétt á sinni Spaugstofu.
Svart og hvítt. Og grátt. Og regnbogi.
Í störfum mínum í stjórnmálum hef ég oft verið kallaður „vinstri“ maður.
Sannleikurinn er samt sá að ég er ekkert meiri vinstri maður en hægri maður. Ég hef nær allan minn starfsferil verið sjálfstætt starfandi, leikstýrt auglýsingum og kynningarmyndum fyrir einkafyrirtæki, auk þess sem ég rek lítinn sjálfstæðan fjölmiðil sem berst í bökkum við að lifa af á hinum frjálsa auglýsingamarkaði.
Lífið er ekki svo svart og hvítt að það má setja allt í hreina kassa á borð við hægri og vinstri. En einföldun sem slík er klisja, og ekki af ástæðulausu. Og í þágu þessa pistils langar mig að deila með ykkur minni einföldu og barnalegu sýn á lífið og skilgreiningu á hægri og vinstri.
Tilbúin?
Ókei:
Öll fæðumst við með eitt einfalt forrit í gangi: Að lifa af.
Margir tala um að börn séu svo hrein og saklaus, sem er auðvitað algert kjaftæði.
Börn eru einhverjar sjálfmiðuðustu skepnur samfélagsins og myndu fórna hvaða almennu siðferðisreglum sem er fyrir það eitt að ná sínu fram.
Öll fæðumst við hægrisinnuð.
Með aldrinum vex þó í okkur einhver óskiljanleg þörf til að fjölga okkur og þar af leiðandi dreifa þeim sjálfsmiðaða fókus sem við höfum ríghaldið í frá fæðingu yfir á aðra manneskju.
Öll þróum við með okkur vinstri tilhneigingu.
Áður en við höldum áfram, þá ber rétt að ræða þann mögulega pirring sem er að skapast í höfði þeirra lesenda sem eru að skynja eins og ég sé að lýsa hægri hugsun á neikvæðari máta en vinstri. Engar áhyggjur: Þetta er eru eðlileg viðbrögð. Þetta er bara vinstrisinnuð hugsun að verki.
Þó svo að ég haldi því hér fram að vinstri hugsun sé áunnin, þá er ég engan veginn að segja að hún sé á nokkurn hátt „þroskaðri“. Síður en svo þá ber sú sturlaða hugmynd að við ráðum við uppeldi á öðru lífi mun meiri merki um siðblindu en einföld og mörgu leiti skaðlaus eigingirni þeirra sem kjósa að ganga lífsveginn án slíkrar ábyrgðar.
Allir sem hafa talið sig tilbúna til að vera foreldrar ættu því að skilja það veruleikafirrta sjálfsöryggi sem þarf til að gegna stjórnunarstöðu í félagsskap, fyrirtæki eða jafnvel landi.
Í okkur öllum býr vinstri og hægri manneskja:
Ég hef ekki enn hitt þann vinstri mann sem hefur ekki vott af þeirri dýrslegu, Darwinísku og hægrisinnuðu tilhneigingu til að fá aðeins meira en þörf er á.
Ég hef heldur ekki hitt þann hægri mann sem hefur ekki vott af þeirri barnalegu, oft sjálfumglöðu og vinstrisinnuðu tilhneigingu til að æpa annarslagið upphátt: „Hvað með börnin?!“
Vandamálið snýst nefninlega í grunninn um þá afmennskun sem felst í því að setja aðra í annað box en maður sjálfur telur sig tilheyra.
En vandamálið snýst líka um það þegar við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvar við stöndum og felum okkur bak við skoðanir annarra í von um víðara samþykki.
Eins og þegar þeir sem kalla sig vinstrisinnaða þykjast ekki kannast við undanskot í eigin þágu eða að kunna að meta „fínni hlutina“ sem lífið bíður upp á.
Eða eins og þeir sem kalla sig hægrisinnaða viðurkenna ekki stuðning sinn á einkareknu heilbrigðiskerfi eða telja sig byggja á „kristilegum gildum“.
Jesús sjálfur var líklega mesti kommúnisti sem uppi hefur verið. Predikaði um mínimalískan lífsstíl og deilingu auðsins.
Í raun er satanismi það trúarbragð ætti að henta hægrisinnuðum betur, því boðskapur Satanísku Kirkjunnar snýst um það að manneskjan sé sinn eigin meistari og hún á að læra að njóta sinna hvata og losta í stað þess að hræðast þá.
Með öðrum orðum að rækta sjálfhverfuna.
Sem er í raun bara þetta dýrslega eðli sem við öll búum við.
Sjálfur er ég sjálfhverfur maður og þori jafnvel stundum að viðurkenna það. Eins og til dæmis núna. Einnig myndi ég mun frekar vera yfirlýstur satanisti en kristinn maður, ef ég aðhylltist skipulögð trúarbrögð yfir höfuð.
Let’s face it:
Guð bjó manneskjuna ekki til.
Manneskjan bjó Guð til.
En það gerir Guð ekkert minna merkilegan. Síður en svo. Því líkt og með stjórnmál, þá sýnir þetta vilja mannsins til að stjórna eigingjörnum hvötum sínum á óeigingjarnan hátt.
Trúarbrögð eru manngert kerfi, hannað til að halda utan um hið andlega. Á sama hátt eru stjórnmál einnig manngert kerfi, hannað til að halda utan um hið veraldlega sem í kringum okkur er á sem sanngjarnasta máta og oftar en ekki algerlega gegn okkar eigingjörnustu hvötum.
Stjórnmál bjuggu ekki manneskjuna til.
Manneskjan bjó stjórnmálin til.
Því kemur mér ekkert á óvart að einhverjir dæmi mig vinstri mann út frá mínum pólítískum skoðunum. Því í rauninni lít ég á stjórnkerfið sjálft sem vinstrisinnað tæki í grunninn.
Aðdáunarvert tæki sem sjálfhverf dýr bjuggu til með ósjálfhverft, sjálfbært og samfélagslegt markmið í huga.
Bananalýðveldi með tjáningarfrelsi
Ef þú trúir á Guð þá er Guð til. Ef þú trúir á lýðræði þá virkar það. Ef þér finnst Spaugstofan fyndin þá er er hún fyndin.
Við búum í lýðræði og lýðræði þýðir að meirihlutinn ræður, sama hvað mér finnst.
Ef meirihlutinn vill Spaugstofu þá á Spaugstofan rétt á sér. Ef meirihlutinn vill ríkiskirkju þá á ríkiskirkja rétt á sér. Ef meirihlutinn vill að Prins Póló með kokteilsósu verður þjóðarréttur okkar þá á Prins Póló með kokteilsósu rétt á því að vera þjóðarréttur okkar.
Og ef meirihlutinn vill að það sé allt í lagi að eiga meiri pening en aðrir og geyma þá eða jafnvel fela í aflandssjóðum og skattaparadísum, þá á það líka alveg rétt á sér.
Þetta kallast lýðræði.
En þegar þeir sem fara með lýðræðislegt vald ákveða að standa ekki með né viðurkenna skoðanir sínar og ákvarðanir, því þá kæmu þeir upp um að þeir fara ekki með umboð þjóðarinnar eftir allt saman … þá á það EKKI rétt á sér.
Og við höfum rétt á því að mótmæla því.
Og við höfum rétt á því að á þau mótmæli sé hlustað.
Annars búum við bara í bananalýðveldi með tjáningarfrelsi. Sem er mun verra en bananalýðveldi án tjáningarfrelsis. Því þar er þó auðveldara að halda í réttlætiskennd sína og sameinast gegn kúgaranum, í stað þess að ráðast á hvort annað í krafti „skoðanafrelsi“ okkar.
Ég hef sjaldan saknað Spaugstofunnar meira en akkúrat þessa daganna.
Eina sem við höfum nú eru ófyndnari fyrirmyndir þeirra sem neita að yfirgefa sína ríkisstofnun þrátt fyrir hávær mótmæli.
Það er kominn tími til að þær reyni á lýðræðið sem þær starfa undir og hlusti á fólkið sem vill aðskilja þær frá Alþingi.
Já, og fyrst þið eruð enn að lesa þetta þá vil ég líka krefjast þjóðarkosninga um að fá Spaugstofuna aftur í sjónvarpið.
Takk fyrir.
Skoðun

Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors
Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar

Villuljós í varnarstarfi
Gunnar Pálsson skrifar

Opið bréf til Loga Einarssonar
Jón Ingi Bergsteinsson skrifar

Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Sjórinn sækir fram
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi!
Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar

Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum
Þorgrímur Sigmundsson skrifar

Aðlögun – að laga sig að lífinu
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu
Ingvar Örn Ingvarsson skrifar

Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga
Snorri Þór Sigurðsson skrifar

Þegar lífið snýst á hvolf
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

StrákaKraftur og Mottumars!
Viktoría Jensdóttir skrifar

Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Það skiptir öllu máli að kjósa
Flosi Eiríksson skrifar

Cześć Polskiej części VR
Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar

Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Grásleppan úr kvóta!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll?
Styrmir Hallsson skrifar

Eflum málumhverfi barna
Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar

Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni
Andri Hauksteinn Oddsson skrifar

Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Björn til rektors
Benedikt Hjartarson skrifar

Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler
Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar

Yfir til ykkar, VR-ingar!
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands!
Geir Sigurðsson skrifar

Af hverju kílómetragjald?
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur
Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar

Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú?
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar

Flosa til formennsku í VR
Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar