Innlent

Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir vísir/arnþór
Útlit er fyrir að Lilja Alfreðsdóttir muni taka við ráðherraembætti. Þetta upplýsti Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrir skemmstu og í raun óvart. 

Höskuldur mætti óvænt og talaði við fréttamenn.vísir/ernir
Höskuldur áttaði sig ekki á því að hann mætti manna fyrstur niður af fundinum en virtist gera ráð fyrir því að forsvarsmenn stjórnarinnar hefðu mætt niður á undan honum.

Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra en ekki er búið að raða fólki niður í embætti.

„Ég held þið getið ykkur til um það. Næsti forsætisráðherra er mjög traustur og góður maður,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann kom af þingflokksfundi Framsóknarflokksins. 

Lilja Alfreðsdóttir hefur verið efnahagslegur ráðgjafi Sigmundar Davíðs. Lilja er með meistaragráðu frá Columbia háskóla í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði í Seðlabankanum frá árinu 2001 en hefur einnig starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×