Drögum félagshyggjufánann að húni! Ögmundur Jónasson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Ánægjulegt hefur mér þótt hve góð viðbrögðin hafa verið við tveimur greinum sem ég hef nýlega fengið birtar í Fréttablaðinu með því inntaki að mikilvægt sé að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Í þessum skrifum benti ég á að samhliða vaxandi gengi nýfrjálshyggjunnar undir aldarlok og í byrjun nýrrar aldar, hafi hinn pólitíski pendúll færst til hægri með þeim afleiðingum að stjórnmálaflokkar og félagslegar hreyfingar, þá einnig verkalýðshreyfingin, hafi færst í þá átt, leitað markaðslausna í stað samfélagslausna eins og áður hafði tíðkast, jafnvel til að ná gamalgrónum félagslegum markmiðum.Þörf á endurmati Formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, segir þetta að vísu vera reginmisskilning, alla vega hljóti hann og hans félagar að vera þarna undanskildir. Í grein sem hann skrifar niður til mín í Fréttablaðið 5. apríl undir fyrirsögninni, „Hvað þykistu vera að reyna að segja, Ögmundur?“, heldur hann því fram að án sín og sinna „sem byggi á því besta úrsögu og reynslu verkalýðssamtaka frá öndverðu“ geti engin endurnýjun lífdaganna orðið hjá vinstri mönnum: „Endurreisn vinstristefnu á Íslandi er óhugsandi án aðkomu Alþýðufylkingarinnar.“ Nú vill svo til að það sem ég „þykist vera að reyna að segja“, svo við höldum okkur við orðalag Þorvaldar, ber ekki að skilja á þann veg að ég sækist eftir því að fela anda minn í hendur tilteknum stjórnmálaflokki eða yfirleitt einhverjum sem telur sig sérstakan handhafa sannleikans. Þvert á móti er ég að hvetja til þess að við reynum öll, hvar á báti sem við erum og hvar í flokki sem við höfum skipað okkur á félagshyggjuvængnum, að endurmeta viðhorf okkar og leiðir sem við veljum til að ná settu marki. Þannig hef ég fagnað útlistunum þeirra Frans páfa og Frosta framsóknarmanns á samfélagsbankahugmyndinni, hvatt til staðfastari varðstöðu um auðlindir og félagslega innviði og viljað aukið lýðræði og gagnsæi. Þorvaldur Þorvaldsson telur mig ekki vera gjaldgengan í þessari umræðu nema ég svari til um gjörðir síðustu ríkisstjórnar og mína framgöngu sjárstaklega enda hafi ég „hvergi dregið af mér“ við að rukka sjúklinga, „meira ennokkru sinni fyrr.“ Allt hafi verið á einn veg, tálsýnir peningahyggjunnar allsráðandi, einkavæðing orkufyrirtækja hafi tekið kipp og samfélagið sett undir auðvaldshælinn og sé ég jafnan hluti af þeim hæl „þegar á þarf að halda.“ Ekki er þetta beinlínis gæfuleg einkunn. Nú vill svo til að Þorvaldur Þorvaldsson er í mínum huga góður og gegn maður og hefur oft reynst ágætur greinandi. Hann má líka eiga það að hafa verið staðfastur baráttumaður sinna sjónarmiða og ekki ætla ég að gera lítið úr Alþýðufylkingunni þar sem hann er í forsvari. En ég vil þó segja, að vilji formaður þess flokks láta taka sig alvarlega þarf hann að byrja á sjálfum sér og fara rétt með í málflutningi sínum.Síðasta kjörtímabil njóti sannmælis Þannig eru það ósannindi að í minni tíð sem heilbrigðisráðherra hafi verið rukkað „meira en nokkru sinni fyrr“. Hið sanna er að á meðal minna fyrstu embættisverka var að snúa til baka ákvörðun forvera míns í embætti um aukna gjaldtöku innan veggja sjúkrahúsanna. Enda hef ég alla mína starfsævi á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnmálanna sett gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, öfluga innviði og orkufyrirtæki og auðlindir í samfélagseign, í öndvegi. Og það sem meira er, fyrir þessum sjónarmiðum barðist ég á síðasta kjörtímabili einnig. Það er hins vegar rétt að ýmislegt misfórst á þessum erfiðu árum. Í skrifum mínum hef ég horft til þess sem vel var gert á síðasta kjörtímabili, og er þar af mörgu að taka fyrir þá sem vilja láta menn njóta sannmælis, en jafnframt hef ég hvatt til þess að við drögum rétta lærdóma af því sem fór úrskeiðis.Tíðarandinn skiptir máli Ég er þeirrar skoðunar að máli skipti hvernig samfélag hugsar, hver tíðarandinn er. Það skipti máli þegar markaðshyggjan gerðist ágengari í vestrænum þjóðfélögum og þröngvaði sér inn í flesta kima undir aldarlokin, en verst var þó þegar félagslega sinnað fólk hætti að sjá aðrar lausnir á vanda samtíðarinnar en lausnir markaðarins. Þarna liggur hugarfarsbreytingin sem ég er að kalla eftir og hefði ég haldið að þeir, sem telja sig hreina af öllu illu, fögnuðu slíku ákalli. Ágeng markaðshyggja hefur nú fengið að reyna sig í þrjá áratugi með hörmulegum afleiðingum. Nú þurfum við öll, hvar í flokki sem við stöndum en eigum það sameiginlegt að vilja efla jöfnuð og teljum félagslegar lausnir til þessa fallnar, að taka höndum saman og stuðla að því að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Fáni félagshyggjunnar hefur verið í hálfa stöng of lengi. Nú þarf allt félagslega sinnað fólk að sameinast um að draga þann fána að húni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt hefur mér þótt hve góð viðbrögðin hafa verið við tveimur greinum sem ég hef nýlega fengið birtar í Fréttablaðinu með því inntaki að mikilvægt sé að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Í þessum skrifum benti ég á að samhliða vaxandi gengi nýfrjálshyggjunnar undir aldarlok og í byrjun nýrrar aldar, hafi hinn pólitíski pendúll færst til hægri með þeim afleiðingum að stjórnmálaflokkar og félagslegar hreyfingar, þá einnig verkalýðshreyfingin, hafi færst í þá átt, leitað markaðslausna í stað samfélagslausna eins og áður hafði tíðkast, jafnvel til að ná gamalgrónum félagslegum markmiðum.Þörf á endurmati Formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, segir þetta að vísu vera reginmisskilning, alla vega hljóti hann og hans félagar að vera þarna undanskildir. Í grein sem hann skrifar niður til mín í Fréttablaðið 5. apríl undir fyrirsögninni, „Hvað þykistu vera að reyna að segja, Ögmundur?“, heldur hann því fram að án sín og sinna „sem byggi á því besta úrsögu og reynslu verkalýðssamtaka frá öndverðu“ geti engin endurnýjun lífdaganna orðið hjá vinstri mönnum: „Endurreisn vinstristefnu á Íslandi er óhugsandi án aðkomu Alþýðufylkingarinnar.“ Nú vill svo til að það sem ég „þykist vera að reyna að segja“, svo við höldum okkur við orðalag Þorvaldar, ber ekki að skilja á þann veg að ég sækist eftir því að fela anda minn í hendur tilteknum stjórnmálaflokki eða yfirleitt einhverjum sem telur sig sérstakan handhafa sannleikans. Þvert á móti er ég að hvetja til þess að við reynum öll, hvar á báti sem við erum og hvar í flokki sem við höfum skipað okkur á félagshyggjuvængnum, að endurmeta viðhorf okkar og leiðir sem við veljum til að ná settu marki. Þannig hef ég fagnað útlistunum þeirra Frans páfa og Frosta framsóknarmanns á samfélagsbankahugmyndinni, hvatt til staðfastari varðstöðu um auðlindir og félagslega innviði og viljað aukið lýðræði og gagnsæi. Þorvaldur Þorvaldsson telur mig ekki vera gjaldgengan í þessari umræðu nema ég svari til um gjörðir síðustu ríkisstjórnar og mína framgöngu sjárstaklega enda hafi ég „hvergi dregið af mér“ við að rukka sjúklinga, „meira ennokkru sinni fyrr.“ Allt hafi verið á einn veg, tálsýnir peningahyggjunnar allsráðandi, einkavæðing orkufyrirtækja hafi tekið kipp og samfélagið sett undir auðvaldshælinn og sé ég jafnan hluti af þeim hæl „þegar á þarf að halda.“ Ekki er þetta beinlínis gæfuleg einkunn. Nú vill svo til að Þorvaldur Þorvaldsson er í mínum huga góður og gegn maður og hefur oft reynst ágætur greinandi. Hann má líka eiga það að hafa verið staðfastur baráttumaður sinna sjónarmiða og ekki ætla ég að gera lítið úr Alþýðufylkingunni þar sem hann er í forsvari. En ég vil þó segja, að vilji formaður þess flokks láta taka sig alvarlega þarf hann að byrja á sjálfum sér og fara rétt með í málflutningi sínum.Síðasta kjörtímabil njóti sannmælis Þannig eru það ósannindi að í minni tíð sem heilbrigðisráðherra hafi verið rukkað „meira en nokkru sinni fyrr“. Hið sanna er að á meðal minna fyrstu embættisverka var að snúa til baka ákvörðun forvera míns í embætti um aukna gjaldtöku innan veggja sjúkrahúsanna. Enda hef ég alla mína starfsævi á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnmálanna sett gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, öfluga innviði og orkufyrirtæki og auðlindir í samfélagseign, í öndvegi. Og það sem meira er, fyrir þessum sjónarmiðum barðist ég á síðasta kjörtímabili einnig. Það er hins vegar rétt að ýmislegt misfórst á þessum erfiðu árum. Í skrifum mínum hef ég horft til þess sem vel var gert á síðasta kjörtímabili, og er þar af mörgu að taka fyrir þá sem vilja láta menn njóta sannmælis, en jafnframt hef ég hvatt til þess að við drögum rétta lærdóma af því sem fór úrskeiðis.Tíðarandinn skiptir máli Ég er þeirrar skoðunar að máli skipti hvernig samfélag hugsar, hver tíðarandinn er. Það skipti máli þegar markaðshyggjan gerðist ágengari í vestrænum þjóðfélögum og þröngvaði sér inn í flesta kima undir aldarlokin, en verst var þó þegar félagslega sinnað fólk hætti að sjá aðrar lausnir á vanda samtíðarinnar en lausnir markaðarins. Þarna liggur hugarfarsbreytingin sem ég er að kalla eftir og hefði ég haldið að þeir, sem telja sig hreina af öllu illu, fögnuðu slíku ákalli. Ágeng markaðshyggja hefur nú fengið að reyna sig í þrjá áratugi með hörmulegum afleiðingum. Nú þurfum við öll, hvar í flokki sem við stöndum en eigum það sameiginlegt að vilja efla jöfnuð og teljum félagslegar lausnir til þessa fallnar, að taka höndum saman og stuðla að því að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Fáni félagshyggjunnar hefur verið í hálfa stöng of lengi. Nú þarf allt félagslega sinnað fólk að sameinast um að draga þann fána að húni.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun