Höfum við efni á Sigmundi Davíð? skjóðan skrifar 6. apríl 2016 11:00 Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira