Sigmundur Davíð algjörlega einangraður Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 14:23 Sigmundur Davíð er nú algerlega einangraður og svo virðist sem hans eigin flokksmenn hafi snúið við honum baki. visir/vilhelm Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við. Panama-skjölin Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við.
Panama-skjölin Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira