Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 13:30 Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum í dag. Vísir/Birgir „Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira