Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 5. apríl 2016 21:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, með boltann á móti Val. vísir/anton brink Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. Valskonur byrjuðu leikin í kvöld af miklum krafti og spiluðu öflugan sóknarleik sem kom þeim fljótlega yfir á móti ríkjandi Íslandsmeisturum. Snæfell byrjaði ansi rólega og virtist sóknarleikurinn þeirra ekki ganga eins vel og lagt var upp með því Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tók fljótlega sitt fyrsta leikhlé og fór yfir stöðuna. Viðsnúningur varð þá á leik heimamanna en Alda Leif Jónsdóttir kom inn á og skoraði þriggja stiga körfu sem kom Snæfelli yfir, 14-13. Í öðrum leikhluta voru það heimastúlkur sem byrjuðu mun betur og virtist eins og þær kæmu til með að stinga Valskonur af. En á 14. mínútu skoraði Hallveig Jónsdóttir eina af þremur þriggja stiga körfum sínum í leiknum og greinilegt að Valskonur langt í frá að gefa Snæfelli þennan leik. Bæði lið skiptust á að skora það sem eftir var af öðrum leikhluta en í hálfleik var staðan 39-31. Í þriðja leikhluta byrjuðu Valskonur með boltann en hvorki þeim né Snæfelli gekk vel að koma honum í netið. Það var ekki fyrr en eftir að liðnar voru um tvær mínútur af seinni hálfleik að fyrsta karfan kom en það var Haiden Palmer sem skoraði og heimastúlkur þá komnar með tíu stiga forskot. Nú kom annar kafli þar sem leikur Snæfells virtist ekki ganga sem skyldi og gekk þeim enn og aftur afar illa að koma boltanum í netið. Valskonur minnkuðu þá jafnt og þétt muninn og var það meðal annars Guðbjörg Sverrisdóttir sem sýndi Hólmurum hvernig ætti að koma boltanum í netið. Guðbjörg skoraði þrist á 26. mínútu og munurin þá ekki nema þrjú stig, 41-38. Í fjórða leikhluta varð fljótlega ljóst að hvorki Snæfell né Val var að takast að ná góða stjórn á andstæðingnum sínum Tíminn leið og spennan í Hólminum jókst með hverri sekúndu. Eftir að hefðbundnum leiktíma var lokið var staðan jöfn 64-64 og því þurfti að framlengja. Í lok fjórða leikhluta átti sér stað atvik þar sem dæmd var óíþróttamannsleg villa á Haiden Palmer. Vítin voru tekin í upphaf fyrstu framlengingunar og Valur því strax kominn yfir, 69-71. Berglind Gunnarsdóttir var „fyrri“ hetja kvöldsins þegar hún jafnaði í lok fyrstu framlengingunar, 69-69. Seinni framlengingin var svo framhald af því sem var búið að vera í gangi nánast allan leikinn – liðin skiptust annað hvort á að skora eða ekki skora. Sara Diljá Sigurðardóttir kom síðan eftir langan setutíma á bekknum inn á og skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu sem reyndist ráða úrslitum í þessum háspennu trylli sem endaði 78-71. Ingi: Alda Leif var geggjuð „Ég þakka Valsmönnum í heildina fyrir þessa seríu. Frábær sería hjá báðum liðum og ég er ákaflega stoltur að hafa lagt Val að velli því við höfðum engan áhuga á að fara aftur í Valshöllina,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við náðum ekki að hreyfa boltann eins vel og við viljum gera. Ef við ætlum okkur eitthvað lengra en við erum nú þegar komin þá þurfum við að laga þetta boltaflæði því þegar boltin flæðir gerum við mjög vel. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum framlag frá bekknum. Alda Leif [Jónsdóttir] kom hérna alveg geggjuð inn. Reynslan lekur náttúrulega af henni og þvílík spilamennska hjá henni á báðum endum. „Bryndís var frábær í þessum leik en hún er búin að vera langt frá sínu besta í fyrri leikjunum. Gunnhildur náði sér engan vegin á strik [í kvöld] en María var solid.“ „Í seinni framlengingunni fáum við Söru inn sem er búin að sitja einhverjar 10 til 12 mínútur ísköld á bekknum en ég tók bara sénsinn á að henda henni inn. Hún launaði það með svakalegri körfu.“ „Nú er fyrst og fremst að jafna sig og sjá hvort liðið við fáum í úrslitunum. Mér skilst að Haukar hafi svarað vel á heimavelli og það verður bara að koma í ljós í hversu marga leiki það einvígi fer. Núna förum við bara að jafna okkur líkamlega og undirbúa okkur.“Ari: Þarf alltaf smá heppni „Ég er stoltur af liði mínu. Þær gáfu þessu séns og það er það sem við ætluðum að gera. Við erum vel inni í þremur leikjum á móti íslandsmeisturunum og með smá heppni hefðum við geta verið að vinna þetta,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals. „Það þarf alltaf smá heppni í þessu líka og þetta hefði geta dotið okkar megin. En svona er þetta bara. „Stelpurnar voru að gera það sem við lögðum upp með og vörnin var að virka fínt. Við ákvörðum að skilja Bryndísi eftir og það gat nú verið að hún myndi stríða gamla þjálfaranum sínum. „Það var lagt upp með það að aðrir en þessi frábæri leikmaður Haiden Palmer tækju skot.“ „Strákarnir í vinnunni verða ánægðir að fá mig aftur í vinnuna og konan heima verður ánægð að fá mig aftur heim.“Snæfell-Valur 78-71 (19-15, 20-16, 13-18, 12-17, 5-3, 9-2)Snæfell: Bryndís Guðmundsdóttir 22/14 fráköst, Haiden Denise Palmer 20/13 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Alda Leif Jónsdóttir 15/9 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, María Björnsdóttir 6/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 4, Erna Hákonardóttir 0, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.Valur: Karisma Chapman 19/22 fráköst/5 stolnir, Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Ragnheiður Benónísdóttir 7/9 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 3, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. Valskonur byrjuðu leikin í kvöld af miklum krafti og spiluðu öflugan sóknarleik sem kom þeim fljótlega yfir á móti ríkjandi Íslandsmeisturum. Snæfell byrjaði ansi rólega og virtist sóknarleikurinn þeirra ekki ganga eins vel og lagt var upp með því Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tók fljótlega sitt fyrsta leikhlé og fór yfir stöðuna. Viðsnúningur varð þá á leik heimamanna en Alda Leif Jónsdóttir kom inn á og skoraði þriggja stiga körfu sem kom Snæfelli yfir, 14-13. Í öðrum leikhluta voru það heimastúlkur sem byrjuðu mun betur og virtist eins og þær kæmu til með að stinga Valskonur af. En á 14. mínútu skoraði Hallveig Jónsdóttir eina af þremur þriggja stiga körfum sínum í leiknum og greinilegt að Valskonur langt í frá að gefa Snæfelli þennan leik. Bæði lið skiptust á að skora það sem eftir var af öðrum leikhluta en í hálfleik var staðan 39-31. Í þriðja leikhluta byrjuðu Valskonur með boltann en hvorki þeim né Snæfelli gekk vel að koma honum í netið. Það var ekki fyrr en eftir að liðnar voru um tvær mínútur af seinni hálfleik að fyrsta karfan kom en það var Haiden Palmer sem skoraði og heimastúlkur þá komnar með tíu stiga forskot. Nú kom annar kafli þar sem leikur Snæfells virtist ekki ganga sem skyldi og gekk þeim enn og aftur afar illa að koma boltanum í netið. Valskonur minnkuðu þá jafnt og þétt muninn og var það meðal annars Guðbjörg Sverrisdóttir sem sýndi Hólmurum hvernig ætti að koma boltanum í netið. Guðbjörg skoraði þrist á 26. mínútu og munurin þá ekki nema þrjú stig, 41-38. Í fjórða leikhluta varð fljótlega ljóst að hvorki Snæfell né Val var að takast að ná góða stjórn á andstæðingnum sínum Tíminn leið og spennan í Hólminum jókst með hverri sekúndu. Eftir að hefðbundnum leiktíma var lokið var staðan jöfn 64-64 og því þurfti að framlengja. Í lok fjórða leikhluta átti sér stað atvik þar sem dæmd var óíþróttamannsleg villa á Haiden Palmer. Vítin voru tekin í upphaf fyrstu framlengingunar og Valur því strax kominn yfir, 69-71. Berglind Gunnarsdóttir var „fyrri“ hetja kvöldsins þegar hún jafnaði í lok fyrstu framlengingunar, 69-69. Seinni framlengingin var svo framhald af því sem var búið að vera í gangi nánast allan leikinn – liðin skiptust annað hvort á að skora eða ekki skora. Sara Diljá Sigurðardóttir kom síðan eftir langan setutíma á bekknum inn á og skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu sem reyndist ráða úrslitum í þessum háspennu trylli sem endaði 78-71. Ingi: Alda Leif var geggjuð „Ég þakka Valsmönnum í heildina fyrir þessa seríu. Frábær sería hjá báðum liðum og ég er ákaflega stoltur að hafa lagt Val að velli því við höfðum engan áhuga á að fara aftur í Valshöllina,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við náðum ekki að hreyfa boltann eins vel og við viljum gera. Ef við ætlum okkur eitthvað lengra en við erum nú þegar komin þá þurfum við að laga þetta boltaflæði því þegar boltin flæðir gerum við mjög vel. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum framlag frá bekknum. Alda Leif [Jónsdóttir] kom hérna alveg geggjuð inn. Reynslan lekur náttúrulega af henni og þvílík spilamennska hjá henni á báðum endum. „Bryndís var frábær í þessum leik en hún er búin að vera langt frá sínu besta í fyrri leikjunum. Gunnhildur náði sér engan vegin á strik [í kvöld] en María var solid.“ „Í seinni framlengingunni fáum við Söru inn sem er búin að sitja einhverjar 10 til 12 mínútur ísköld á bekknum en ég tók bara sénsinn á að henda henni inn. Hún launaði það með svakalegri körfu.“ „Nú er fyrst og fremst að jafna sig og sjá hvort liðið við fáum í úrslitunum. Mér skilst að Haukar hafi svarað vel á heimavelli og það verður bara að koma í ljós í hversu marga leiki það einvígi fer. Núna förum við bara að jafna okkur líkamlega og undirbúa okkur.“Ari: Þarf alltaf smá heppni „Ég er stoltur af liði mínu. Þær gáfu þessu séns og það er það sem við ætluðum að gera. Við erum vel inni í þremur leikjum á móti íslandsmeisturunum og með smá heppni hefðum við geta verið að vinna þetta,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals. „Það þarf alltaf smá heppni í þessu líka og þetta hefði geta dotið okkar megin. En svona er þetta bara. „Stelpurnar voru að gera það sem við lögðum upp með og vörnin var að virka fínt. Við ákvörðum að skilja Bryndísi eftir og það gat nú verið að hún myndi stríða gamla þjálfaranum sínum. „Það var lagt upp með það að aðrir en þessi frábæri leikmaður Haiden Palmer tækju skot.“ „Strákarnir í vinnunni verða ánægðir að fá mig aftur í vinnuna og konan heima verður ánægð að fá mig aftur heim.“Snæfell-Valur 78-71 (19-15, 20-16, 13-18, 12-17, 5-3, 9-2)Snæfell: Bryndís Guðmundsdóttir 22/14 fráköst, Haiden Denise Palmer 20/13 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Alda Leif Jónsdóttir 15/9 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, María Björnsdóttir 6/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 4, Erna Hákonardóttir 0, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.Valur: Karisma Chapman 19/22 fráköst/5 stolnir, Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Ragnheiður Benónísdóttir 7/9 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 3, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti