Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 5. apríl 2016 21:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/ernir Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. Helena Sverrisdóttir var stórkostleg í leiknum og gerðu hún 30 stig fyrir Hauka í kvöld. Liðin mætast því aftur í Grindavík á föstudaginn. Liðin voru í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna í upphafi leiksins og var greinilega einhver titringur í leikmönnum. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var reyndar vel með á nótunum og hún gerði fyrstu sjö stig Hauka í leiknum. Grindvíkingar unnu sig í takt við leikinn og þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum var staðan 10-7 fyrir gestina. Haukar komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og leiddu 14-10 eftir tíu mínútna leik. Þá hafði Helena Sverrisdóttir gert 12 stig. Í upphafi annars leikhluta komust Haukar strax í 20-10 og var liðið greinilega vel stemmt. Helena Sverris hélt áfram að fara hreinlega á kostum og réðu Grindvíkingar akkúrat ekkert við hana. Whitney Michelle Frazier var eini leikmaður Grindvíkinga með lífsmarki í fyrri hálfleiknum og var því staðan 35-18 eftir tuttugu mínútna leik. Þá hafði Helena gert 23 stig. Í upphafi síðari hálfleiks komust Haukastúlkur fljótlega 25 stigum fyrir, 45-20, og eftir það var róðurinn þungur fyrir Grindavík. Haukar náðu stuttu síðar 32 stiga forystu 57-25 og þá var leikurinn einfaldlega búinn. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 57-32 og Grindvíkingar að tapa sínum fyrsta leik í einvíginu. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með mjög auðveldum sigri deildarmeistaranna, 72-45, og átti Grindavík hreinlega aldrei séns í þessum leik. Liðin mætast næst á föstudagskvöldið í Röstinni í Grindavík.Haukar-Grindavík 72-45 (14-10, 21-8, 22-14, 15-13)Haukar: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Shanna Dacanay 2/5 stolnir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 1/10 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0/5 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 13/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skúladóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 1/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0. Daníel: Þurfum að stjórna betur hraðanumDaníel í kvöld.„Við héldum aðeins í við þær í fyrsta leikhlutanum, en í þeim öðrum var þetta eiginlega bara upphafið af endingum,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Það er erfitt að segja hvað gerist hjá okkur, Haukar eru bara með frábært lið og það er erfitt að vinna þær.“ Daníel segir að liðið hefði þurft að stjórna hraðanum í leiknum mun betur. „Við erum að flýta okkur aðeins of mikið. Varnarleikurinn var ekkert það slæmur hjá okkur í kvöld en sóknarleikurinn var bara alls ekki nægilega góður og þær fengu að taka allt of mörg sóknarfráköst í þessum leik.“ Daníel er samt nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Ef þú hefðir spurt mig hvort fyrir viku hvort ég væri til í að vera 2-1 yfir í þessu einvígi og næsti leikur væri á okkar heimavelli, þá hefði ég samþykkt það.“ Helena: Þetta var HaukaliðiðHelena var mögnuð„Við erum búnar að vera hundfúlar með okkur í síðustu tveimur leikjum og ætluðum að sýna okkar rétta andlit í kvöld,“ segir Helena Sverrisdóttir, eftir sigurinn. „Í kvöld sáum við sama Haukaliðið eins og það er búið að vera í allan vetur,“ segir Helena sem bætir við að vissulega varð Haukaliðið ekkert allt í einu lélegt í körfubolta. „Við tókum bara aðeins til í hausnum á okkur síðustu tvo daga og það skilaði heldur betur árangri. Ég var aldrei að fara í sumarfrí eftir leikinn í kvöld, það er fyrsta vikan í apríl.“ Helena segir að þrátt fyrir að hún hafi skorað flest stig hafi þetta verið sigur liðsheildarinnar. „Þetta var frábær liðsvörn sem við vorum að spila og þó ég hafi skorað öll þessi stig í fyrri hálfleik þá voru stelpurnar allar góðar.“ Pálína: Sýndum loks okkar rétta andlitPálína var góð varnarlega„Núna náðum við að koma og sýna okkar rétta andlit,“ segir Pálína María Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn. „Við höfum verið að mæta með einhverjum hálfkæringi í síðustu tvo leiki og þær bara rúlluðu yfir okkur í síðasta leik. Við því settum aðeins niður í gær og fórum að leita að Haukavélinni og hún mætti hingað á Ásvelli í kvöld.“ Pálína segir að lið hætti ekkert að vera góð í körfubolta þó það gangi ekki vel í einn til tvo leiki. „Hæfileikarnir í þessu liði eru heldur betur til staðar og Helena var frábær fyrir okkur í kvöld sóknarlega.“ Hún segist vera mjög stolt af liðinu. „Við þurfum að mæta í Grindavík og sækja einn sigur þar. Við þurfum að vinna einn leik þar og það ætlum við að gera á föstudaginn. Það verður samt hörkuleikur.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. Helena Sverrisdóttir var stórkostleg í leiknum og gerðu hún 30 stig fyrir Hauka í kvöld. Liðin mætast því aftur í Grindavík á föstudaginn. Liðin voru í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna í upphafi leiksins og var greinilega einhver titringur í leikmönnum. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var reyndar vel með á nótunum og hún gerði fyrstu sjö stig Hauka í leiknum. Grindvíkingar unnu sig í takt við leikinn og þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum var staðan 10-7 fyrir gestina. Haukar komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og leiddu 14-10 eftir tíu mínútna leik. Þá hafði Helena Sverrisdóttir gert 12 stig. Í upphafi annars leikhluta komust Haukar strax í 20-10 og var liðið greinilega vel stemmt. Helena Sverris hélt áfram að fara hreinlega á kostum og réðu Grindvíkingar akkúrat ekkert við hana. Whitney Michelle Frazier var eini leikmaður Grindvíkinga með lífsmarki í fyrri hálfleiknum og var því staðan 35-18 eftir tuttugu mínútna leik. Þá hafði Helena gert 23 stig. Í upphafi síðari hálfleiks komust Haukastúlkur fljótlega 25 stigum fyrir, 45-20, og eftir það var róðurinn þungur fyrir Grindavík. Haukar náðu stuttu síðar 32 stiga forystu 57-25 og þá var leikurinn einfaldlega búinn. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 57-32 og Grindvíkingar að tapa sínum fyrsta leik í einvíginu. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með mjög auðveldum sigri deildarmeistaranna, 72-45, og átti Grindavík hreinlega aldrei séns í þessum leik. Liðin mætast næst á föstudagskvöldið í Röstinni í Grindavík.Haukar-Grindavík 72-45 (14-10, 21-8, 22-14, 15-13)Haukar: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Shanna Dacanay 2/5 stolnir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 1/10 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0/5 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 13/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skúladóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 1/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0. Daníel: Þurfum að stjórna betur hraðanumDaníel í kvöld.„Við héldum aðeins í við þær í fyrsta leikhlutanum, en í þeim öðrum var þetta eiginlega bara upphafið af endingum,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Það er erfitt að segja hvað gerist hjá okkur, Haukar eru bara með frábært lið og það er erfitt að vinna þær.“ Daníel segir að liðið hefði þurft að stjórna hraðanum í leiknum mun betur. „Við erum að flýta okkur aðeins of mikið. Varnarleikurinn var ekkert það slæmur hjá okkur í kvöld en sóknarleikurinn var bara alls ekki nægilega góður og þær fengu að taka allt of mörg sóknarfráköst í þessum leik.“ Daníel er samt nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Ef þú hefðir spurt mig hvort fyrir viku hvort ég væri til í að vera 2-1 yfir í þessu einvígi og næsti leikur væri á okkar heimavelli, þá hefði ég samþykkt það.“ Helena: Þetta var HaukaliðiðHelena var mögnuð„Við erum búnar að vera hundfúlar með okkur í síðustu tveimur leikjum og ætluðum að sýna okkar rétta andlit í kvöld,“ segir Helena Sverrisdóttir, eftir sigurinn. „Í kvöld sáum við sama Haukaliðið eins og það er búið að vera í allan vetur,“ segir Helena sem bætir við að vissulega varð Haukaliðið ekkert allt í einu lélegt í körfubolta. „Við tókum bara aðeins til í hausnum á okkur síðustu tvo daga og það skilaði heldur betur árangri. Ég var aldrei að fara í sumarfrí eftir leikinn í kvöld, það er fyrsta vikan í apríl.“ Helena segir að þrátt fyrir að hún hafi skorað flest stig hafi þetta verið sigur liðsheildarinnar. „Þetta var frábær liðsvörn sem við vorum að spila og þó ég hafi skorað öll þessi stig í fyrri hálfleik þá voru stelpurnar allar góðar.“ Pálína: Sýndum loks okkar rétta andlitPálína var góð varnarlega„Núna náðum við að koma og sýna okkar rétta andlit,“ segir Pálína María Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn. „Við höfum verið að mæta með einhverjum hálfkæringi í síðustu tvo leiki og þær bara rúlluðu yfir okkur í síðasta leik. Við því settum aðeins niður í gær og fórum að leita að Haukavélinni og hún mætti hingað á Ásvelli í kvöld.“ Pálína segir að lið hætti ekkert að vera góð í körfubolta þó það gangi ekki vel í einn til tvo leiki. „Hæfileikarnir í þessu liði eru heldur betur til staðar og Helena var frábær fyrir okkur í kvöld sóknarlega.“ Hún segist vera mjög stolt af liðinu. „Við þurfum að mæta í Grindavík og sækja einn sigur þar. Við þurfum að vinna einn leik þar og það ætlum við að gera á föstudaginn. Það verður samt hörkuleikur.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira