Innlent

Edward Snowden: Stærstu mótmæli sögunnar?

Birgir Örn Steinarsson skrifar
„Aðal-lekarinn“ Edward Snowden kastaði þeirri spurningu fram á Twitter-síðu sinni í kvöld hvort mótmælin á Austurvelli séu mögulega þau stærstu í sögunni séu þau skoðuð hlutfallslega miðað við íbúatölu þjóðar.

Þessu póstaði hann eftir að fregnir bárust honum að um 20 þúsund manns hafi mætt á mótmælin.

Snowden hefur verið iðinn við að tísta síðan að Panama-lekinn komst í fjölmiðla í gær og hefur greinilega fylgst vel með atburðarásinni hér. Í gær tísti hann m.a. nokkra sekúndna myndbandsbroti sem sýndi viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra þegar sænski blaðamaðurinn Sven Bergman spurði hann hvort hann væri eigandi aflandsfélagsins Wintris.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×