Félög ráðherranna að finna í keyptu skattagögnunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2016 23:32 Félög Ólafar Nordal, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar er að finna í gögnum huldumannsins. Vísir Í þeim gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni og tóku til eigna Íslendinga í skattaskólum er að finna upplýsingar um félög forsætis-, fjármála-, og innanríkisráðherra. Þetta kemur fram í umfjöllun Süddeutsche Zeitung um Panama-skjölin sem opinberuð voru í kvöld. Gögnin sem skattrannsóknarstjóri fékk í hendur taka til um 250 fyrirtækja í eigu Íslendinga í skattaskjólum; þeirra á meðal Wintris Inc. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Falson & Co Bjarna Benediktssonar og Dooley Securities S.A. Ólafar Nordal.Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum Í umfjöllun Süddeutsche er aðdragandinn að kaupum gagnanna rakinn. Þannig eru tíunduð ummæli fjármálaráðherra um að „algjörlega óhugsandi“ væri að „gefa huldumanni fulla seðlatösku af peningum“ sem og efasemdir forsætisráðherra um að gögnin væru nytsamleg. Þá sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í febrúar á síðasta ári að hún gæti ekki keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti fyrir kaupunum.Sjá einnig: Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Það var svo í apríl á liðnu ári sem gengið var að kaupunum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Í þeim gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni og tóku til eigna Íslendinga í skattaskólum er að finna upplýsingar um félög forsætis-, fjármála-, og innanríkisráðherra. Þetta kemur fram í umfjöllun Süddeutsche Zeitung um Panama-skjölin sem opinberuð voru í kvöld. Gögnin sem skattrannsóknarstjóri fékk í hendur taka til um 250 fyrirtækja í eigu Íslendinga í skattaskjólum; þeirra á meðal Wintris Inc. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Falson & Co Bjarna Benediktssonar og Dooley Securities S.A. Ólafar Nordal.Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum Í umfjöllun Süddeutsche er aðdragandinn að kaupum gagnanna rakinn. Þannig eru tíunduð ummæli fjármálaráðherra um að „algjörlega óhugsandi“ væri að „gefa huldumanni fulla seðlatösku af peningum“ sem og efasemdir forsætisráðherra um að gögnin væru nytsamleg. Þá sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í febrúar á síðasta ári að hún gæti ekki keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti fyrir kaupunum.Sjá einnig: Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Það var svo í apríl á liðnu ári sem gengið var að kaupunum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10