Freydís Halla hafði betur gegn Maríu í sviginu | Sturla vann hjá strákunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 20:07 Freydís Halla Einarsdóttir Mynd/Skíðasamband Íslands Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira