Stelpurnar í Aftureldingu meistarar eftir æsispennandi lokaumferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2016 06:00 Stelpurnar í Aftureldingu eru sigursælar þessa dagana. Vísir/Stefán Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við. Aðrar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við.
Aðrar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira