Kominn tími á konu í forsetastól Hildur Þórðardóttir skrifar 19. apríl 2016 13:50 Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetaembættið Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Skoðun Stj.mál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar