Viðskipti innlent

Fimm­menningarnir neita allir sök

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson vísir/anton brink

Fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis neituðu allir sök í Héraðsdómi Reykjavíkur morgun þegar markaðsmisnotkunarmál héraðssaksóknara gegn þeim var þingfest.

Mennirnir fimm voru ákærðir í síðasta mánuði. Þeir eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskpta, Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson. Allir eru mennirnir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun en að auki er Lárus ákærður fyrir umboðssvik.

Búast má við því aðalmeðferð málsins muni taka dágóða enda vitnalistinn langur. Málinu var frestað til 15. júní.

Tveir mannanna, Lárus og Jóhannes, hafa áður hlotið dóm fyrir mál tengd efnahagshruninu. Jóhannes hlaut þriggja ára dóm í Hæstarétti undir lok síðasta árs fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut hann tveggja ára dóm í Stím-málinu í janúar síðastliðnum en þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Lárus Welding var einnig sakfelldur í Stím-málinu en þar hlaut hann fimm ára dóm. Lárus var ákærður í Vafningsmálinu svo kallaða en þar var hann sýknaður í Hæstarétti. Í Aurum-málinu var hann sýknaður í héraðsdómi en sá dómur var ógiltur af Hæstarétti og sendur aftur heim í hérað vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×