Forsetaframbjóðandi telur Ólaf Ragnar hafa farið út af sporinu Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 11:12 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson telur Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa farið út af sporinu þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á Bessastöðum í síðustu viku. Hrannar segir ákvörðun forsetans að hafna þáverandi forsætisráðherra um undirskrift á þingrofsskjal hafa verið skiljanlega í ljósi þess að Ólafur Ragnar taldi Sigmund Davíð umboðslausan.Hrannar Pétursson.„Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur,“ segir Hrannar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir forsetann hins vegar hafa farið út af sporinu með því að stilla sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. „Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið,“ segir Hrannar. Hann segir það ekki vera hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. „Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu,“ segir Hrannar sem áður hefur starfað sem fréttamaður, talsmaður Vodafone, upplýsingafulltrúi Íslenska álfélagsins og einnig tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson telur Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa farið út af sporinu þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á Bessastöðum í síðustu viku. Hrannar segir ákvörðun forsetans að hafna þáverandi forsætisráðherra um undirskrift á þingrofsskjal hafa verið skiljanlega í ljósi þess að Ólafur Ragnar taldi Sigmund Davíð umboðslausan.Hrannar Pétursson.„Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur,“ segir Hrannar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir forsetann hins vegar hafa farið út af sporinu með því að stilla sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. „Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið,“ segir Hrannar. Hann segir það ekki vera hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. „Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu,“ segir Hrannar sem áður hefur starfað sem fréttamaður, talsmaður Vodafone, upplýsingafulltrúi Íslenska álfélagsins og einnig tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11