Hugleiðingar um forsetann Bergþór Pálsson skrifar 15. apríl 2016 10:09 Ég hélt að það væri grín þegar einhver orðaði mig við forsetaembættið. Forsetarnir sem þjóðin hefur kosið sér til þessa hafa verið mikilhæfir, hver á sinn hátt og ég verð bara vandræðalegur í framan ef ég reyni að bera mig saman við þá. En það var ekki grín. Undanfarnar vikur hefur verið gríðarlegur gestagangur hjá okkur Albert, snúðakökur bakaðar í bunum, mikið líf í tuskunum og hrókasamræður um hlutverk forseta. Í gegnum þetta ferli hef ég velt hlutverkinu gaumgæfilega fyrir mér og reifa hér nokkrar af þeim vangaveltum. Að minni hyggju orkar tvímælis að tala um forseta sem sameiningartákn. Aftur á móti getur hann verið afl til samstöðu! Síðastliðin 30 ár hef ég starfað við að tengjast fólki, skilja fólk og hjálpa fólki að tengjast með ákveðnum hughrifum. Ég hef hitt tugþúsundir Íslendinga við störf mín, á stundum gleði og sorgar, þar sem sálin er opnust. Það hafa verið forréttindi að fá að koma inn á heimili við alls kyns tilefni, svo sem skírnarveislur og afmælisveislur. Jarðarfarir og brúðkaup út um landið upp í risastórar samkomur og allt þar á milli, hafa verið minn starfsvettvangur. Ég tel mig því þekkja þjóðina vel og eftir hin margvíslegu kynni mín af henni þykir mér vænna um hana en orð fá lýst. Ég veit að auðvelt er að kalla fram þann kraft, samheldni og velvilja sem býr í okkur öllum, ef líf er talað inn í tilveruna með von, gleði og bjartsýni. 99,9% af Íslendingum eru gott fólk, kjarnmikið, velviljað. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar því er haldið fram að við séum svo neikvæð. Við erum það alls ekki, en við höfum ríka réttlætiskennd. Ef við höfum trú á okkur og höldum utan um hvert annað, alveg eins og við gerum á miklum gleði- og sorgarstundum, köllum við fram það besta, þann samhug sem býr í okkur öllum. Gleðin yfir því að eiga hvert annað byggir okkur upp innan frá og gerir okkur hæfari til að gagnrýna og takast á við vandamál samtímans, rangsleitni og óréttlæti, af festu og hlutlægni. En reiðin endar oft illa! Það er því mikilvægt að við missum ekki sjónar á þeim sérstæðu fjölskyldu- og vinatengslum sem fámennið skapar. Þau styrkja okkur. Þetta fann ég svo áþreifanlega um daginn þegar við fjölskyldan fórum að skoða staðinn þar sem Pourquoi-pas strandaði. Í byggðinni í grennd hittum við fólk sem bauð okkur inn í kaffispjall um strandið og sýndi okkur einlæga vináttu, bláókunnugu fólki. Svona andrúmslofti trausts og samheldni mætir maður hvarvetna á landinu. Þess vegna er forgangsverkefni hjá forseta Íslands að viðhalda þessari samheldni, byggja brýr á milli okkar, hjálpa okkur að tengjast hvert öðru, tala líf inn í tilveruna, von, gleði og bjartsýni. Ég hef ég sungið stjórnarskrána ótal sinnum, kynnt mér lög um Stjórnarráð Íslands o.s.frv. með leiðsögn sérfræðinga. Það er brýnt að við fáum nýja stjórnarskrá, sem meðal annars tekur af öll tvímæli um hlutverk forseta. Hvað sem því líður virkjaði Ólafur Ragnar Grímsson málskotsrétt þótt fræðimenn væru ekki allir sammála um réttmæti þess. Það hefur mælst vel fyrir, enda hefur krafa um aukið beint lýðræði aukist í samfélaginu upp á síðkastið. Oft eru forsetaefni spurð um skoðanir á hinum og þessum pólitísku málefnum. Þannig virðist talið líklegt að skoðanir þeirra skipti máli þegar lögum er vísað til þjóðarinnar. Þetta tel ég varhugavert. Að mínu mati er þýðingarmikið að forseta sé treystandi til að setja sínar skoðanir og tilfinningar til hliðar. Mikilvægt er að forsetaefnin gefi skýra forskrift að því hvenær þau telji að málskotsrétti skuli beitt. Ljóst þarf að vera að ólga sé í samfélaginu vegna lagasetningarinnar, málið þarf að vera afdrifaríkt fyrir þjóðina og óafturkræft. Þar sem forseti er fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar í þessu efni, finnst mér ekki ákjósanlegt að hann hafi bakgrunn í pólitískri baráttu, þótt allir ættu að geta verið sammála um að Ólafur Ragnar hafi notað málskotsrétt af skynsemi og góðri dómgreind í Icesave málinu. Það var einmitt afdrifaríkt og óafturkræft mál. Hins vegar má almennt telja óheppilegt að samherjar úr stjórnmálum andi ofan í hálsmálið á forseta, þegar hann veitir stjórnarmyndunarumboð eða tekur ákvörðun um að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Eftir því sem hlutverk forseta í stjórnskipan hefur hlotið meira vægi, hefur orðið æ mikilvægara að forsetinn sé óháður pólitískum öflum. En hann þarf auðvitað að hafa gott samstarf við stjórnsýsluna og hafa góða ráðgjafa í fræðasamfélaginu. Ef forseti vill auka samhug í samfélaginu ætti hann að forðast að taka opinbera afstöðu í pólitískum deilumálum. Rétti vettvangurinn til þess er niðri á Alþingi. Ef forseti heldur skoðunum ákveðins hóps fram, hlýtur hann að gera öðrum hluta þjóðarinnar gramt í geði. Sundurlyndi er ekki það sem íslensk þjóð hefur þörf fyrir nú. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að hann sé traustur vörður lýðræðis og mannréttinda í ræðu og riti, vegna þess að þetta eru réttindi sem mannkynið hefur þurft að berjast fyrir með blóði, svita og tárum og auðvelt er að skerða þau, eins og mannkynssagan sýnir. Forseti þarf að hafa ríka samlíðan, vera hógvær, hafa hæfileika til að tengja ólíka hópa og vera laus við að fara í manngreinarálit. Hann á að vera snobb- og yfirlætislaus með öllu og taka öllum jafn vel, enda erum við öll jafn mikilvæg. Ótal margt fleira hefur borið á góma á snúðakökufundunum; samskipti við umheiminn, samstarf með viðskiptalífi, svo eitthvað sé nefnt, en ég læt hér staðar numið. Ég treysti því að við berum gæfu til að velja forseta sem við getum öll verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hélt að það væri grín þegar einhver orðaði mig við forsetaembættið. Forsetarnir sem þjóðin hefur kosið sér til þessa hafa verið mikilhæfir, hver á sinn hátt og ég verð bara vandræðalegur í framan ef ég reyni að bera mig saman við þá. En það var ekki grín. Undanfarnar vikur hefur verið gríðarlegur gestagangur hjá okkur Albert, snúðakökur bakaðar í bunum, mikið líf í tuskunum og hrókasamræður um hlutverk forseta. Í gegnum þetta ferli hef ég velt hlutverkinu gaumgæfilega fyrir mér og reifa hér nokkrar af þeim vangaveltum. Að minni hyggju orkar tvímælis að tala um forseta sem sameiningartákn. Aftur á móti getur hann verið afl til samstöðu! Síðastliðin 30 ár hef ég starfað við að tengjast fólki, skilja fólk og hjálpa fólki að tengjast með ákveðnum hughrifum. Ég hef hitt tugþúsundir Íslendinga við störf mín, á stundum gleði og sorgar, þar sem sálin er opnust. Það hafa verið forréttindi að fá að koma inn á heimili við alls kyns tilefni, svo sem skírnarveislur og afmælisveislur. Jarðarfarir og brúðkaup út um landið upp í risastórar samkomur og allt þar á milli, hafa verið minn starfsvettvangur. Ég tel mig því þekkja þjóðina vel og eftir hin margvíslegu kynni mín af henni þykir mér vænna um hana en orð fá lýst. Ég veit að auðvelt er að kalla fram þann kraft, samheldni og velvilja sem býr í okkur öllum, ef líf er talað inn í tilveruna með von, gleði og bjartsýni. 99,9% af Íslendingum eru gott fólk, kjarnmikið, velviljað. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar því er haldið fram að við séum svo neikvæð. Við erum það alls ekki, en við höfum ríka réttlætiskennd. Ef við höfum trú á okkur og höldum utan um hvert annað, alveg eins og við gerum á miklum gleði- og sorgarstundum, köllum við fram það besta, þann samhug sem býr í okkur öllum. Gleðin yfir því að eiga hvert annað byggir okkur upp innan frá og gerir okkur hæfari til að gagnrýna og takast á við vandamál samtímans, rangsleitni og óréttlæti, af festu og hlutlægni. En reiðin endar oft illa! Það er því mikilvægt að við missum ekki sjónar á þeim sérstæðu fjölskyldu- og vinatengslum sem fámennið skapar. Þau styrkja okkur. Þetta fann ég svo áþreifanlega um daginn þegar við fjölskyldan fórum að skoða staðinn þar sem Pourquoi-pas strandaði. Í byggðinni í grennd hittum við fólk sem bauð okkur inn í kaffispjall um strandið og sýndi okkur einlæga vináttu, bláókunnugu fólki. Svona andrúmslofti trausts og samheldni mætir maður hvarvetna á landinu. Þess vegna er forgangsverkefni hjá forseta Íslands að viðhalda þessari samheldni, byggja brýr á milli okkar, hjálpa okkur að tengjast hvert öðru, tala líf inn í tilveruna, von, gleði og bjartsýni. Ég hef ég sungið stjórnarskrána ótal sinnum, kynnt mér lög um Stjórnarráð Íslands o.s.frv. með leiðsögn sérfræðinga. Það er brýnt að við fáum nýja stjórnarskrá, sem meðal annars tekur af öll tvímæli um hlutverk forseta. Hvað sem því líður virkjaði Ólafur Ragnar Grímsson málskotsrétt þótt fræðimenn væru ekki allir sammála um réttmæti þess. Það hefur mælst vel fyrir, enda hefur krafa um aukið beint lýðræði aukist í samfélaginu upp á síðkastið. Oft eru forsetaefni spurð um skoðanir á hinum og þessum pólitísku málefnum. Þannig virðist talið líklegt að skoðanir þeirra skipti máli þegar lögum er vísað til þjóðarinnar. Þetta tel ég varhugavert. Að mínu mati er þýðingarmikið að forseta sé treystandi til að setja sínar skoðanir og tilfinningar til hliðar. Mikilvægt er að forsetaefnin gefi skýra forskrift að því hvenær þau telji að málskotsrétti skuli beitt. Ljóst þarf að vera að ólga sé í samfélaginu vegna lagasetningarinnar, málið þarf að vera afdrifaríkt fyrir þjóðina og óafturkræft. Þar sem forseti er fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar í þessu efni, finnst mér ekki ákjósanlegt að hann hafi bakgrunn í pólitískri baráttu, þótt allir ættu að geta verið sammála um að Ólafur Ragnar hafi notað málskotsrétt af skynsemi og góðri dómgreind í Icesave málinu. Það var einmitt afdrifaríkt og óafturkræft mál. Hins vegar má almennt telja óheppilegt að samherjar úr stjórnmálum andi ofan í hálsmálið á forseta, þegar hann veitir stjórnarmyndunarumboð eða tekur ákvörðun um að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Eftir því sem hlutverk forseta í stjórnskipan hefur hlotið meira vægi, hefur orðið æ mikilvægara að forsetinn sé óháður pólitískum öflum. En hann þarf auðvitað að hafa gott samstarf við stjórnsýsluna og hafa góða ráðgjafa í fræðasamfélaginu. Ef forseti vill auka samhug í samfélaginu ætti hann að forðast að taka opinbera afstöðu í pólitískum deilumálum. Rétti vettvangurinn til þess er niðri á Alþingi. Ef forseti heldur skoðunum ákveðins hóps fram, hlýtur hann að gera öðrum hluta þjóðarinnar gramt í geði. Sundurlyndi er ekki það sem íslensk þjóð hefur þörf fyrir nú. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að hann sé traustur vörður lýðræðis og mannréttinda í ræðu og riti, vegna þess að þetta eru réttindi sem mannkynið hefur þurft að berjast fyrir með blóði, svita og tárum og auðvelt er að skerða þau, eins og mannkynssagan sýnir. Forseti þarf að hafa ríka samlíðan, vera hógvær, hafa hæfileika til að tengja ólíka hópa og vera laus við að fara í manngreinarálit. Hann á að vera snobb- og yfirlætislaus með öllu og taka öllum jafn vel, enda erum við öll jafn mikilvæg. Ótal margt fleira hefur borið á góma á snúðakökufundunum; samskipti við umheiminn, samstarf með viðskiptalífi, svo eitthvað sé nefnt, en ég læt hér staðar numið. Ég treysti því að við berum gæfu til að velja forseta sem við getum öll verið stolt af.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun