Var þetta Istanbul II á Anfield í gærkvöldi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 07:30 Leikmenn Liverpool fagna sigurmarkinu. Vísir/Getty Liverpool komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær eftir stórkostlegan seinni hálfleik í seinni leik sínum á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik og í 3-1 í byrjun seinni hálfleiks og í bæði skiptin þurfti Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Það tókst hinsvegar. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 3-2 á 66. mínútu, Mamadou Sakho jafnaði metin á 78. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann því leikinn 4-3 og því samanlagt 5-4. Þessi leikur og þetta kvöld fer í sögubækur Liverpool og enska blaðið The Sun sló upp leiknum sem framhaldssögu af einum dramatískasta sigri félagsins. Fyrirsögn The Sun í morgun var Istanbul II en þar var vísað til þess þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir rétt tæpum ellefu árum síðan. Liverpool mætti þá ítalska liðinu AC Milan í úrslitaleiknum á Atatürk-Ólympíuleikvanginum í Istanbul. AC Milan skoraði strax á 1. mínútu og var síðan komið í 3-0 í hálfleik. Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) skoruðu mörkin og útlitið var mjög svart fyrir Liverpool. Steven Gerrard (54. mínúta), Vladimír Smicer (56.mínúta) og Xabi Alonso (60. mínúta) skoruðu hinsvegar þrjú mörk á sex mínútna kafla og úrslitin réðust á endanum í vítakeppni. Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, varði þá tvær vítaspyrnur frá leikmönnum AC Milan þar á meðal þá síðustu frá Andrij Schewtschenko. Liverpool var því búið að vinna Meistaradeildina og þeir stuðningsmenn Liverpool sem upplifðu þetta kvöld í Istanbul munu aldrei hætta að tala um það ekki frekar stuðningsmennirnir sem voru á Anfield í gær. Eflaust hafa einhverjir verið á báðum þessum leikjum sem er mögnuð staðreynd ef satt reynist.Það má sjá forsíðu The Sun hér fyrir neðan sem og nokkrar af öðrum forsíðum ensku blaðanna í morgun. Mögulegir mótherjar Liverpool í undanúrslitunum eru spænsku liðin Sevilla og Villarreal eða úkraínska liðið Shakhtar Donetsk. Það verður dregið í dag. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00 Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Liverpool komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær eftir stórkostlegan seinni hálfleik í seinni leik sínum á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik og í 3-1 í byrjun seinni hálfleiks og í bæði skiptin þurfti Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Það tókst hinsvegar. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 3-2 á 66. mínútu, Mamadou Sakho jafnaði metin á 78. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann því leikinn 4-3 og því samanlagt 5-4. Þessi leikur og þetta kvöld fer í sögubækur Liverpool og enska blaðið The Sun sló upp leiknum sem framhaldssögu af einum dramatískasta sigri félagsins. Fyrirsögn The Sun í morgun var Istanbul II en þar var vísað til þess þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir rétt tæpum ellefu árum síðan. Liverpool mætti þá ítalska liðinu AC Milan í úrslitaleiknum á Atatürk-Ólympíuleikvanginum í Istanbul. AC Milan skoraði strax á 1. mínútu og var síðan komið í 3-0 í hálfleik. Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) skoruðu mörkin og útlitið var mjög svart fyrir Liverpool. Steven Gerrard (54. mínúta), Vladimír Smicer (56.mínúta) og Xabi Alonso (60. mínúta) skoruðu hinsvegar þrjú mörk á sex mínútna kafla og úrslitin réðust á endanum í vítakeppni. Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, varði þá tvær vítaspyrnur frá leikmönnum AC Milan þar á meðal þá síðustu frá Andrij Schewtschenko. Liverpool var því búið að vinna Meistaradeildina og þeir stuðningsmenn Liverpool sem upplifðu þetta kvöld í Istanbul munu aldrei hætta að tala um það ekki frekar stuðningsmennirnir sem voru á Anfield í gær. Eflaust hafa einhverjir verið á báðum þessum leikjum sem er mögnuð staðreynd ef satt reynist.Það má sjá forsíðu The Sun hér fyrir neðan sem og nokkrar af öðrum forsíðum ensku blaðanna í morgun. Mögulegir mótherjar Liverpool í undanúrslitunum eru spænsku liðin Sevilla og Villarreal eða úkraínska liðið Shakhtar Donetsk. Það verður dregið í dag.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00 Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00
Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28