Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. apríl 2016 21:56 Ákveðið hefur verið að halda Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi og fer hún fram næsta laugardag. Eins og kunnugt er var Söngkeppni framhaldsskólanna haldin síðastliðinn laugardag en sjö skólar af Norður- og Austurlandi drógu sig úr þeirri keppni vegna þess að nemendurnir töldu fyrirkomulagið valda því að kostnaðurinn við þátttöku framhaldsskólanna yrði alltof hár. Ákvörðun um að kýla á að halda sérstaka keppni fyrir þá skóla var tekin í byrjun marsmánaðar og því mátti hafa hraðar hendur við skipulagningu. „Þetta hefur gengið alveg fáránlega vel,“ segir Helgi Steinar Halldórsson sem aðstoðað hefur nemendafélögin við skipulagningu keppninnar. Hann starfar fyrir Exton tækjaleigu og hefur verið viðloðinn viðburði á vegum nemendafélaga menntaskóla á Norður- og Austurlandi í þó nokkurn tíma. „Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt.“Sjá einnig: Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppniVerkmenntaskólinn á Akureyri hefur átt farsæla keppendur í Söngkeppni framhaldsskólanna, til dæmis Eyþór Inga Gunnlaugsson.VísirKeppnin verður haldin í Menningarhúsinu Hofi og eru miðar komnir í almenna sölu. „Það eru 509 miðar í boði,“ segir Helgi Steinar og bætir því við að hægt sé að kaupa miða í versluninni Imperial Glerártorgi en einnig verði hægt að kaupa miða við hurð. Skólarnir sem um ræðir eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbreytaskóli Norðurlands Vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Laugum, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Húsavík. Hver og einn mætir til leiks með tvö atriði fyrir utan Menntaskólann á Tröllaskaga sem kemur með eitt. „Við vildum hafa fleiri lög í keppninni, til þess að lengja hana og gera meira úr þessu. Þannig að fyrsta sætið úr öllum undankeppnum í skólunum mætir og svo annað eða þriðja sætið eftir því hvor flytjandinn kemst.“ Standa með ákvörðun sinni Forsvarsmenn nemendafélaga í fyrrgreindum skólum eru ánægðir með ákvörðun sína. Formaður Þórdunu, nemendafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, segist standa fastur á sínu gagnvart SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskóla, sem hefur staðið að skipulagningu Söngkeppninnar undanfarin ár. „Þau sættu sig alveg við þetta að lokum. Þau skilja fullkomlega ákvörðun okkar núna en voru alveg rosalega ósátt fyrst,“ útskýrir Stefán Jón Pétursson formaður Þórdunu. Hann telur að gera þurfi miklar breytingar á skipulagningu Söngkeppni framhaldsskólanna. „Með núverandi fyrirkomulagi er þetta dauðadæmt dæmi. Bara miðað við kostnaðinn og hversu margir horfa á keppnina. Þetta bara rugl.“ Stefán Jón viðurkennir að hann hefði viljað fá meiri tíma heldur en einn og hálfan mánuð til þess að skipuleggja Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi. „En það hefur gengið rosalega vel miðað við fyrirvarann.“ Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi "Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður,“ segir inspector MA. 26. febrúar 2016 18:49 Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ákveðið hefur verið að halda Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi og fer hún fram næsta laugardag. Eins og kunnugt er var Söngkeppni framhaldsskólanna haldin síðastliðinn laugardag en sjö skólar af Norður- og Austurlandi drógu sig úr þeirri keppni vegna þess að nemendurnir töldu fyrirkomulagið valda því að kostnaðurinn við þátttöku framhaldsskólanna yrði alltof hár. Ákvörðun um að kýla á að halda sérstaka keppni fyrir þá skóla var tekin í byrjun marsmánaðar og því mátti hafa hraðar hendur við skipulagningu. „Þetta hefur gengið alveg fáránlega vel,“ segir Helgi Steinar Halldórsson sem aðstoðað hefur nemendafélögin við skipulagningu keppninnar. Hann starfar fyrir Exton tækjaleigu og hefur verið viðloðinn viðburði á vegum nemendafélaga menntaskóla á Norður- og Austurlandi í þó nokkurn tíma. „Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt.“Sjá einnig: Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppniVerkmenntaskólinn á Akureyri hefur átt farsæla keppendur í Söngkeppni framhaldsskólanna, til dæmis Eyþór Inga Gunnlaugsson.VísirKeppnin verður haldin í Menningarhúsinu Hofi og eru miðar komnir í almenna sölu. „Það eru 509 miðar í boði,“ segir Helgi Steinar og bætir því við að hægt sé að kaupa miða í versluninni Imperial Glerártorgi en einnig verði hægt að kaupa miða við hurð. Skólarnir sem um ræðir eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbreytaskóli Norðurlands Vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Laugum, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Húsavík. Hver og einn mætir til leiks með tvö atriði fyrir utan Menntaskólann á Tröllaskaga sem kemur með eitt. „Við vildum hafa fleiri lög í keppninni, til þess að lengja hana og gera meira úr þessu. Þannig að fyrsta sætið úr öllum undankeppnum í skólunum mætir og svo annað eða þriðja sætið eftir því hvor flytjandinn kemst.“ Standa með ákvörðun sinni Forsvarsmenn nemendafélaga í fyrrgreindum skólum eru ánægðir með ákvörðun sína. Formaður Þórdunu, nemendafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, segist standa fastur á sínu gagnvart SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskóla, sem hefur staðið að skipulagningu Söngkeppninnar undanfarin ár. „Þau sættu sig alveg við þetta að lokum. Þau skilja fullkomlega ákvörðun okkar núna en voru alveg rosalega ósátt fyrst,“ útskýrir Stefán Jón Pétursson formaður Þórdunu. Hann telur að gera þurfi miklar breytingar á skipulagningu Söngkeppni framhaldsskólanna. „Með núverandi fyrirkomulagi er þetta dauðadæmt dæmi. Bara miðað við kostnaðinn og hversu margir horfa á keppnina. Þetta bara rugl.“ Stefán Jón viðurkennir að hann hefði viljað fá meiri tíma heldur en einn og hálfan mánuð til þess að skipuleggja Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi. „En það hefur gengið rosalega vel miðað við fyrirvarann.“
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi "Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður,“ segir inspector MA. 26. febrúar 2016 18:49 Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi "Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður,“ segir inspector MA. 26. febrúar 2016 18:49
Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29
Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00