Hagfræði stjórnmálakreppu Lars Christensen skrifar 13. apríl 2016 09:15 Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna pólitísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hagfræði og markaði, heldur um djúpstæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hagkerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildareftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhuguðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftirspurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnanalegs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjárfestingum og þar af leiðandi framleiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmálakreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt samfélag komi sterkara út úr þessari kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna pólitísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hagfræði og markaði, heldur um djúpstæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hagkerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildareftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhuguðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftirspurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnanalegs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjárfestingum og þar af leiðandi framleiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmálakreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt samfélag komi sterkara út úr þessari kreppu.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar