Tunglförin kostaði 17 þúsund milljarða króna Sæunn Gísladóttir skrifar 12. apríl 2016 07:00 Kostnaðurinn við Apollo áætlunina dreifðist yfir tólf ár að sögn Björns Bergs. nordicphotos/afp Á verðlagi dagsins í dag kostaði Apollo áætlunin (að koma fólki til tunglsins) sem nemur tuttugu og fimm földum fjárlögum Íslands, eða um 17.000 milljarða íslenskra króna. Kostnaðurinn dreifðist yfir áratug og nemur 3,4 prósent af fjárlögum Bandaríkjanna í ár og fimmtungi útgjalda þeirra til hernaðar á ári. Menn hafa ekki farið til tungslins síðan árið 1972. Ekki er sami áhugi og áður á að fara til tungslins vegna þess að ekki er pólitískur vilji til þess. Auk þess sem mun dýrara er að senda fólk en vélmenni. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Hann ásamt Sævari Helga Bragasyni, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness heldur fyrirlestur um fjármál NASA og ESA og framtíðina í geimferðum. „Uppistaðan af fyrirlestrinum verður sögustund, við munum fara í gegnum þetta og blanda svo inn tölfræði sem við höfum inn á milli,“ segir Björn.Björn Berg„Auðvitað eru þetta ofboðslegar fjárhæðir ef við miðum við Íslands. En svo má skoða efnahagsleg áhrif Apollo áætlunarinnar. Þetta skapaði gríðarlegan fjölda starfa fyrir vel menntað fólk, og dreif tækniflega framþróun, nútíma veðurfræði byggir algjörlega á þessu. Ef væri ekki fyrir áætlunina hefði tölvubyltingin ekki átt sér stað og við værum komin mun hægar á leið í þróun á örgjöfum og öðru. Það að færustu vísindamenn heims séu að einbeita sér að því að leysa svona vandamál, það fleygir tækninni fram,“ segir Björn. Menn hafa ekki farið til tungslins síðan 1972. Að sögn Björns eru tvær ástæður fyrir því. „Í fyrsta lagi eigum við ekki rakettu. Það er einfalda ástæðan. En af hverju hefur raketan ekki verið smíðuð? Það er vegna þess að takmarköðum peningum er varið í NASA á hverju ári og forsvarsmenn stofnunarinnar verða að forgangsraða og tunglið hefur ekki verið efst á forgangslistanum. Þeir eru búnir að fara þangað og það er líka miklu dýrara að fara með fólk í geimferðir en að sleppa því að fara með fólk,“ segir Björn. „Það myndi til dæmis kosta fimm hundruð sinnum meira að fara með menn til Mars en með bíl,“ segir Björn. En svo spilar pólitískur vilji einnig inn. „Rússar og Kínverjar hafa verið að skoða það að fara á tunglið. Það verður spennadi að sjá að ef þeir ætla að gera sig breiða og vera áberandi á tunglinu hvort Bandaríkjamenn muni dusta rykið af einhverjum geimferðaráæltunum aftur,“ segir Björn. Björn segir að Mars hafi verið ansi áberandi í umræðunni síðastliðna áratugi svo megi nefna tvennt í viðbót. „Annars vegar er stóra málið í dag að lækka kostnað til að við getum gert meira. Þeir sem eru að drífa þá þróun áfram eru einkaaðilar. Það er mikið af geimskotum á hverju ári og það að geta lækkað kostnaðinn á því er svo dýrmætt. Elon Musk er til dæmis að þróa rakettu sem getur lent aftur og það dregur alveg ofsalega úr kostnaði og NASA er að styrkja það og drífa áfram,“ segir Björn. „Svo má nefna að að verið er að gæla við það að senda einhverja fulltrúa okkar á annan stað en til Mars til að leita að lífi,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Fundur VÍB hefst í VÍB stofunni í Kirkjusandi klukkan fimm í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Á verðlagi dagsins í dag kostaði Apollo áætlunin (að koma fólki til tunglsins) sem nemur tuttugu og fimm földum fjárlögum Íslands, eða um 17.000 milljarða íslenskra króna. Kostnaðurinn dreifðist yfir áratug og nemur 3,4 prósent af fjárlögum Bandaríkjanna í ár og fimmtungi útgjalda þeirra til hernaðar á ári. Menn hafa ekki farið til tungslins síðan árið 1972. Ekki er sami áhugi og áður á að fara til tungslins vegna þess að ekki er pólitískur vilji til þess. Auk þess sem mun dýrara er að senda fólk en vélmenni. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Hann ásamt Sævari Helga Bragasyni, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness heldur fyrirlestur um fjármál NASA og ESA og framtíðina í geimferðum. „Uppistaðan af fyrirlestrinum verður sögustund, við munum fara í gegnum þetta og blanda svo inn tölfræði sem við höfum inn á milli,“ segir Björn.Björn Berg„Auðvitað eru þetta ofboðslegar fjárhæðir ef við miðum við Íslands. En svo má skoða efnahagsleg áhrif Apollo áætlunarinnar. Þetta skapaði gríðarlegan fjölda starfa fyrir vel menntað fólk, og dreif tækniflega framþróun, nútíma veðurfræði byggir algjörlega á þessu. Ef væri ekki fyrir áætlunina hefði tölvubyltingin ekki átt sér stað og við værum komin mun hægar á leið í þróun á örgjöfum og öðru. Það að færustu vísindamenn heims séu að einbeita sér að því að leysa svona vandamál, það fleygir tækninni fram,“ segir Björn. Menn hafa ekki farið til tungslins síðan 1972. Að sögn Björns eru tvær ástæður fyrir því. „Í fyrsta lagi eigum við ekki rakettu. Það er einfalda ástæðan. En af hverju hefur raketan ekki verið smíðuð? Það er vegna þess að takmarköðum peningum er varið í NASA á hverju ári og forsvarsmenn stofnunarinnar verða að forgangsraða og tunglið hefur ekki verið efst á forgangslistanum. Þeir eru búnir að fara þangað og það er líka miklu dýrara að fara með fólk í geimferðir en að sleppa því að fara með fólk,“ segir Björn. „Það myndi til dæmis kosta fimm hundruð sinnum meira að fara með menn til Mars en með bíl,“ segir Björn. En svo spilar pólitískur vilji einnig inn. „Rússar og Kínverjar hafa verið að skoða það að fara á tunglið. Það verður spennadi að sjá að ef þeir ætla að gera sig breiða og vera áberandi á tunglinu hvort Bandaríkjamenn muni dusta rykið af einhverjum geimferðaráæltunum aftur,“ segir Björn. Björn segir að Mars hafi verið ansi áberandi í umræðunni síðastliðna áratugi svo megi nefna tvennt í viðbót. „Annars vegar er stóra málið í dag að lækka kostnað til að við getum gert meira. Þeir sem eru að drífa þá þróun áfram eru einkaaðilar. Það er mikið af geimskotum á hverju ári og það að geta lækkað kostnaðinn á því er svo dýrmætt. Elon Musk er til dæmis að þróa rakettu sem getur lent aftur og það dregur alveg ofsalega úr kostnaði og NASA er að styrkja það og drífa áfram,“ segir Björn. „Svo má nefna að að verið er að gæla við það að senda einhverja fulltrúa okkar á annan stað en til Mars til að leita að lífi,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Fundur VÍB hefst í VÍB stofunni í Kirkjusandi klukkan fimm í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira