Sport

Kári vann sinn fimmta Íslandsmeistaratitil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir fagna sigri í tvenndaleik.
Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir fagna sigri í tvenndaleik. mynd/bsí
Margrét Jóhannsdóttir og Kári Gunnarsson urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik á Meistaramóti Íslands í badminton.

Margrét vann Tinnu Helgadóttur í úrslitum kvennamegin en þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Margrétar í einliðaleik.

Í úrslitaleiknum í karlaflokki bar Kári sigurorð af Atla Jóhannessyni. Kári vann báðar loturnar örugglega, 21-12 og 21-13, og tryggði sér sinn fimmta Íslandsmeistaratitil.

Kári og Atli kepptu saman í tvíliðaleik þar sem þeir unnu Einar Óskarsson og Daníel Jóhannesson. Þetta er þriðja árið í röð sem Kári og Atli verða Íslandsmeistarar í tvíliðaleik.

Í tvíliðaleik kvenna báru Drífa Harðardóttir og Rakel Jóhannsdóttir sigur úr býtum en þær unnu áðurnefnda Margréti og Söru Högnadóttur í úrslitum.

Það gekk betur hjá Margréti í tvenndarleiknum þar sem hún keppti með Daníel Thomsen. Líkt og í einliðaleiknum mætti Margrét Tinnu sem keppti með bróður sínum, Magnúsi Inga.

Margrét og Daníel unnu fyrri lotuna, 21-19, og þá seinni með sömu tölum og vörðu þar með Íslandsmeistaratitil sinn.

Úr úrslitaleiknum í tvíliðaleik kvenna.vísir/anton
vísir/anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×