Sport

Margrét Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margrét með sigurlaunin.
Margrét með sigurlaunin. mynd/bsí
Margrét Jóhannsdóttir varð í dag Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna á Meistaramóti Íslands í badminton.

Margrét bar sigurorð af Tinnu Helgadóttur í úrslitaleik en sú síðarnefnda varð Íslandsmeistari í einliðaleik 2009, 2013, 2014 og 2015 og átti því titil að verja.

Fyrsta lotan var mjög jöfn og ekki munaði meira en einu stigi á keppendum nánast alla lotuna sem endaði með sigri Margrétar 22-20. Önnur lotan var líka mjög jöfn og jafnt á nánast öllum stigum en endaði með 21-19 sigri Tinnu og því þurfti að grípa til oddalotu.

Tinna var yfir í oddalotunni 11-9 en Margrét jafnaði í 11-11. Margrét komst svo yfir, 17-15, vann að lokum 21-19 og tryggði sér þá sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í einliðaleik í meistaraflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×