Tvö silfur og fjögur brons á NM í Karate Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2016 12:30 Á meðfylgjandi mynd má sjá verðlaunahafa, frá vinstri Kristín Magnúsdóttir, Máni Karl Guðmundsson, Embla Kjartansdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Edda Kristín Óttarsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson. Í gær fór fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið var í Ålaborg, Danmörku. Ísland var með 21 keppanda á mótinu og stóðu þau sig öll vel. Hópkataliðið í kvennaflokki vann til silfurverðlauna eftir að hafa mætt danska hópkataliðinu í úrslitum, þar sem okkar lið framkvæmdi kata Enpi. Í einstaklingsflokkum stóð María Helga Guðmundsdóttir best þegar hún keppti í -55kg flokki. Í fyrstu umferð mætti María Sabina Laaveri frá Svíþjóð, María vann viðureignina 3-2, í annarri umferð mætti María hinni dönsku Amalie Poulsen og fór létt með hana, viðureignin endaði 5-1 fyrir Maríu. Í úrslitum mætti María Helga Ariana Alic frá Noregi, sú viðureign var jöfn þó svo að sú norska hafi unnið 7-2. Þess má geta að María Helga mætti þeirri norsku svo í liðakeppni og þá vann María viðureign þeirra 6-1. Í juniorflokki endaði Máni Karl Guðmundsson uppi með brons í kumite -61kg. Máni vann Oliver Danielsen frá Danmörku í fyrstu viðureign 2-0 en í undanúrslitum tapaði hann fyrir Daniel Johnsen frá Noregi. Í viðureigninni um 3ja sætið mætti Máni Malek Refai frá Svíþjóð í jafnri viðureign, Máni Karl stóð uppi sem sigurvegari og bronsið hans. Í junior kumite -59kg keppti Edda Kristín Óttarsdóttir við Oona Tammisto frá Finnlandi þar sem Edda sigraði 5-0, í undanúrslitum tapaði Edda fyrir Heliose Hedbom frá Svíþjóð. Í viðureigninni um bronsið mætti Edda Pernille Stumberg frá Noregi í jöfnum og skemmtilegum bardaga sem Edda stýrði allan tímann og stóð uppi sem sigurvegari og bronsið því hennar. Í cadetflokki keppti Embla Kjartansdóttir í kumite -47kg, Embla tapaði fyrir Amalie Pedersen frá Noregi í fyrstu viðureigninni, en í bardaganum um bronsið vann hún Emmelie Sode frá Danmörku 5-0. Í cadet kumite -70kg mætti Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Johannes Korpela frá Finnlandi en sá finnski vann 4-1. Ágúst fékk uppreisn og réttinn til að berjast um 3ja sætið þar sem hann mætti Christian Bendiksen frá Noregi, sú viðureign var jöfn en Ágúst skoraði gott stig og vann 1-0 og því bronsið hans. Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig mjög vel, margir áttu mjög góðan dag og voru í baráttu um bronsverðlaun en biðu lægri hlut. Greinilegt er að liðið okkar er að styrkjast og vera betra.Verðlaun Íslands á NM 2016; Silfur í hópkata kvenna; Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir Silfur í kumite kvenna -55kg; María Helga Guðmundsdóttir Brons í kumite junior -61kg; Máni Karl Guðmundsson Brons í kumite junior -59kg; Edda Kristín Óttarsdóttir Brons í kumite cadet -47kg; Embla Kjartansdóttir Brons í kumite cadet -70kg; Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Hér að neðan má sjá brot úr kumiteviðureignum gærdagsins ásamt því að landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason, ræðir um árangur dagsins. Aðrar íþróttir Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira
Í gær fór fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið var í Ålaborg, Danmörku. Ísland var með 21 keppanda á mótinu og stóðu þau sig öll vel. Hópkataliðið í kvennaflokki vann til silfurverðlauna eftir að hafa mætt danska hópkataliðinu í úrslitum, þar sem okkar lið framkvæmdi kata Enpi. Í einstaklingsflokkum stóð María Helga Guðmundsdóttir best þegar hún keppti í -55kg flokki. Í fyrstu umferð mætti María Sabina Laaveri frá Svíþjóð, María vann viðureignina 3-2, í annarri umferð mætti María hinni dönsku Amalie Poulsen og fór létt með hana, viðureignin endaði 5-1 fyrir Maríu. Í úrslitum mætti María Helga Ariana Alic frá Noregi, sú viðureign var jöfn þó svo að sú norska hafi unnið 7-2. Þess má geta að María Helga mætti þeirri norsku svo í liðakeppni og þá vann María viðureign þeirra 6-1. Í juniorflokki endaði Máni Karl Guðmundsson uppi með brons í kumite -61kg. Máni vann Oliver Danielsen frá Danmörku í fyrstu viðureign 2-0 en í undanúrslitum tapaði hann fyrir Daniel Johnsen frá Noregi. Í viðureigninni um 3ja sætið mætti Máni Malek Refai frá Svíþjóð í jafnri viðureign, Máni Karl stóð uppi sem sigurvegari og bronsið hans. Í junior kumite -59kg keppti Edda Kristín Óttarsdóttir við Oona Tammisto frá Finnlandi þar sem Edda sigraði 5-0, í undanúrslitum tapaði Edda fyrir Heliose Hedbom frá Svíþjóð. Í viðureigninni um bronsið mætti Edda Pernille Stumberg frá Noregi í jöfnum og skemmtilegum bardaga sem Edda stýrði allan tímann og stóð uppi sem sigurvegari og bronsið því hennar. Í cadetflokki keppti Embla Kjartansdóttir í kumite -47kg, Embla tapaði fyrir Amalie Pedersen frá Noregi í fyrstu viðureigninni, en í bardaganum um bronsið vann hún Emmelie Sode frá Danmörku 5-0. Í cadet kumite -70kg mætti Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Johannes Korpela frá Finnlandi en sá finnski vann 4-1. Ágúst fékk uppreisn og réttinn til að berjast um 3ja sætið þar sem hann mætti Christian Bendiksen frá Noregi, sú viðureign var jöfn en Ágúst skoraði gott stig og vann 1-0 og því bronsið hans. Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig mjög vel, margir áttu mjög góðan dag og voru í baráttu um bronsverðlaun en biðu lægri hlut. Greinilegt er að liðið okkar er að styrkjast og vera betra.Verðlaun Íslands á NM 2016; Silfur í hópkata kvenna; Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir Silfur í kumite kvenna -55kg; María Helga Guðmundsdóttir Brons í kumite junior -61kg; Máni Karl Guðmundsson Brons í kumite junior -59kg; Edda Kristín Óttarsdóttir Brons í kumite cadet -47kg; Embla Kjartansdóttir Brons í kumite cadet -70kg; Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Hér að neðan má sjá brot úr kumiteviðureignum gærdagsins ásamt því að landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason, ræðir um árangur dagsins.
Aðrar íþróttir Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira