Innlent

Skiptar skoðanir um ákvörðun forsetans

Bjarki Ármannsson skrifar
Forsetinn sagðist í nýársávarpi sínu ekki ætla fram að nýju en tilkynnti það í byrjun síðustu viku að hann hefði skipt um skoðun vegna fjölda áskorana.
Forsetinn sagðist í nýársávarpi sínu ekki ætla fram að nýju en tilkynnti það í byrjun síðustu viku að hann hefði skipt um skoðun vegna fjölda áskorana. Vísir/Ernir
Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að bjóða sig fram til endurkjörs. Forsetinn sagðist í nýársávarpi sínu ekki ætla fram að nýju en tilkynnti það í byrjun síðustu viku að hann hefði skipt um skoðun vegna fjölda áskorana.

Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup er svipað hlutfall landsmanna ánægt og óánægt með ákvörðun forsetans en flestir hafa sterka skoðun á henni. Rúmlega 34 prósent segjast mjög eða alfarið ánægð með ákvörðunina en rúmlega 32 prósent mjög eða alfarið óánægð.

Sjá einnig: Ólafur Ragnar nýtur langmests fylgis



Fólk er almennt ánægðara með ákvörðun forsetans á landsbyggðinni og eftir því sem það hefur lægri fjölskyldutekjur, fyrir utan raunar þá sem allra hæstar tekjur hafa. Sá hópur er sömuleiðis ánægður með ákvörðunina.

Þá er mikill munur á viðhorfi fólks eftir því hvar það stendur í stjórnmálum. Þeir sem kysu ríkisstjórnarflokkana ef kosið væri til Alþingis nú eru ánægðari með ákvörðun Ólafs Ragnars en þeir sem kysu aðra flokka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×