Er betra að veifa röngu tré en öngu? Erna Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Þann 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðing um mögulega lækkun verðs á tilteknum matvælum við afnám tolla. Efni greinarinnar er slíkt að gera verður alvarlegar athugasemdir við það. Greinarhöfundar leggja upp með að bera saman verð á nokkrum vörutegundum út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 við það sem myndi gerast væri innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill til að úr innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands má lesa innkaupsverð á sambærilegum vörum komnum á hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem íslenska tollskráin er aðgengileg á vef tollstjóra. Þar má með einföldum hætti sjá hver raunverulegur tollur er og bera saman við niðurstöður þeirra félaga.Útreikningar sem standast ekki skoðun Notast er við tolla á vörur sem koma frá ESB en almennt er þar 18% verðtollur en mismunandi magntollur. Fyrir nautalund er reiknað með tolli samkvæmt opnum tollkvóta. Innkaupsverð er meðal cif-verð á kg fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgjandi tafla sýnir þennan samanburð fyrir þær vörur sem Jóhannes og Guðjón birta í sinni grein og hægt er að finna nokkuð nákvæmlega sambærilegar vörur í innflutningi. Því miður var ekki hægt að aðgreina beikon frá öðrum vörum né heldur eru fluttar inn svínakótelettur þessa fyrstu tvo mánuði. Sama vandamál á við ost. Þá er innflutningur á hráum eggjum ekki leyfður vegna heilbrigðiskrafna.Niðurstaðan er í stuttu máli sú að greinarhöfundar halda því fram að verð á þessum vörum myndi lækka meira og í sumum tilfellum mun meira en nemur tollum á þessar vörur í dag. Undantekning er heill kjúklingur. En þess ber að geta varðandi verð á innfluttum vörum að í öllum tilfellum er um frystar afurðir að ræða en í grein þeirra Jóhannesar og Guðjóns er verð á íslenskum vörum greinilega miðað við ferskar afurðir. Allir vita að ferskur kjúklingur er dýrari en frystur, bæði heill og bringur. Þá er ekkert tekið fram um vatnsinnihald.Rangar fullyrðingar um lækkun matarverðs Það er mat OECD að enginn markaðsstuðningur sé við kindakjötsframleiðslu á Íslandi, með öðrum orðum engin virk tollvernd. Fullyrðingar um að ná megi fram verulegri verðlækkun með afnámi tollverndar eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Þessu til stuðnings má einnig benda á að innfluttar matvörur sem ekki bera tolla eru samkvæmt verðsamanburði Eurostat einna dýrastar hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd, s.s. ávextir og kornmeti.Hver er álagning innflutningsaðila? Standist fullyrðingar Jóhannesar og Guðjóns um verðmun á innfluttum og innlendum afurðum er niðurstaðan augljós. Tollverndin sem í gildi er er svo lág að þessar vörur ættu að vera fluttar inn nú þegar í stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að beina spjótum sínum að innflutningsaðilum og spyrja hvort þeir geti ekki nú þegar boðið innfluttar vörur á hagstæðara verði í stað þessa að hjala í kjöltu þeirra? Virk umræða um matvælaverð er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Það er hins vegar ekki boðlegt að bera fram villandi og rangar upplýsingar eins og gert er í umræddri grein. Það er nefnilega ekki þannig að betra sé að veifa röngu tré en öngu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Þann 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðing um mögulega lækkun verðs á tilteknum matvælum við afnám tolla. Efni greinarinnar er slíkt að gera verður alvarlegar athugasemdir við það. Greinarhöfundar leggja upp með að bera saman verð á nokkrum vörutegundum út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 við það sem myndi gerast væri innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill til að úr innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands má lesa innkaupsverð á sambærilegum vörum komnum á hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem íslenska tollskráin er aðgengileg á vef tollstjóra. Þar má með einföldum hætti sjá hver raunverulegur tollur er og bera saman við niðurstöður þeirra félaga.Útreikningar sem standast ekki skoðun Notast er við tolla á vörur sem koma frá ESB en almennt er þar 18% verðtollur en mismunandi magntollur. Fyrir nautalund er reiknað með tolli samkvæmt opnum tollkvóta. Innkaupsverð er meðal cif-verð á kg fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgjandi tafla sýnir þennan samanburð fyrir þær vörur sem Jóhannes og Guðjón birta í sinni grein og hægt er að finna nokkuð nákvæmlega sambærilegar vörur í innflutningi. Því miður var ekki hægt að aðgreina beikon frá öðrum vörum né heldur eru fluttar inn svínakótelettur þessa fyrstu tvo mánuði. Sama vandamál á við ost. Þá er innflutningur á hráum eggjum ekki leyfður vegna heilbrigðiskrafna.Niðurstaðan er í stuttu máli sú að greinarhöfundar halda því fram að verð á þessum vörum myndi lækka meira og í sumum tilfellum mun meira en nemur tollum á þessar vörur í dag. Undantekning er heill kjúklingur. En þess ber að geta varðandi verð á innfluttum vörum að í öllum tilfellum er um frystar afurðir að ræða en í grein þeirra Jóhannesar og Guðjóns er verð á íslenskum vörum greinilega miðað við ferskar afurðir. Allir vita að ferskur kjúklingur er dýrari en frystur, bæði heill og bringur. Þá er ekkert tekið fram um vatnsinnihald.Rangar fullyrðingar um lækkun matarverðs Það er mat OECD að enginn markaðsstuðningur sé við kindakjötsframleiðslu á Íslandi, með öðrum orðum engin virk tollvernd. Fullyrðingar um að ná megi fram verulegri verðlækkun með afnámi tollverndar eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Þessu til stuðnings má einnig benda á að innfluttar matvörur sem ekki bera tolla eru samkvæmt verðsamanburði Eurostat einna dýrastar hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd, s.s. ávextir og kornmeti.Hver er álagning innflutningsaðila? Standist fullyrðingar Jóhannesar og Guðjóns um verðmun á innfluttum og innlendum afurðum er niðurstaðan augljós. Tollverndin sem í gildi er er svo lág að þessar vörur ættu að vera fluttar inn nú þegar í stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að beina spjótum sínum að innflutningsaðilum og spyrja hvort þeir geti ekki nú þegar boðið innfluttar vörur á hagstæðara verði í stað þessa að hjala í kjöltu þeirra? Virk umræða um matvælaverð er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Það er hins vegar ekki boðlegt að bera fram villandi og rangar upplýsingar eins og gert er í umræddri grein. Það er nefnilega ekki þannig að betra sé að veifa röngu tré en öngu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun