„Bara eitt stórveldi á Íslandi í dag“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 06:00 Systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. vísir/ernir „Það er alveg geggjað að taka þetta þrjú ár í röð. Tilfinningin er ólýsanleg,“ sagði brosmild og kampakát Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir að stúlkurnar úr Stykkishólmi tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri á Haukum í oddaleik á útivelli, 67-59, í gærkvöldi. Snæfell, sem varð einnig bikarmeistari fyrr á tímabilinu í fyrsta sinn, hefur verið besta lið landsins undanfarin ár og heldur þeim titli með glans. Haukarnir höfðu Helenu Sverrisdóttur en Snæfell Haiden Palmer, liðsheild og óþreytandi sigurvilja sem skín úr andliti hvers leikmanns. Sigurinn í gær var liðssigur eins og þeir eru svo oft hjá Snæfelli. Varnarleikurinn frábær, samheldnin í liðinu eins og hún verður best og svo er erfitt að tapa fyrir framan alla Hólmara sem voru mættir á Ásvelli í gærkvöldi. „Ég veit ekki hver er að passa bæinn. Löggan eða eitthvað nema hún hafi komið líka. Það er enginn heima,“ sagði Berglind og hló aðspurð hver hefði fengið það hlutverk að passa upp Hólminn á meðan íbúarnir óku suður og fögnuðu með stúlkunum sínum. Úrslitarimman var alveg mögnuð en Snæfell tapaði tvisvar sinnum afar naumt á Ásvöllum áður en liðinu tókst loksins að vinna á Ásvöllum. Þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Haukanna í vetur. „Við völdum rétta leikinn til að vinna!“ sagði Berglind glöð í bragði og hélt áfram: „Þetta er búinn að vera körfubolti fyrir allan peninginn og áhorfendur hafa fengið ótrúlegt úrslitaeinvígi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Að klára þetta í oddaleik á Ásvöllum er ólýsanlegt. Við erum að vinna þetta þriðja árið í röð en þetta er alltaf jafngaman,“ sagði Berglind. Landsliðskonan, sem blaðamaður þurfti að rífa úr óteljandi faðmlögum og kossaflensi við áhorfendur til að ná tali af henni, þurfti að taka ákvörðun um hvort hún yfirleitt gæti haldið áfram að spila körfubolta fyrir nokkrum árum vegna þrálátra axlarmeiðsla. Hún spilar oft þjáð og öxlin er vafin. „Það eru þessir leikir og þessi tilfinning sem heldur manni gangandi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður heldur alltaf áfram. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er lætur sig hafa það að vera teipaður á hverri einustu helvítis æfingu því maður er alltaf að fara úr axlarlið,“ sagði Berglind sem var eðlilega í sigurvímu er hún horfði yfir stuðningsmennina í stúkunni. „Að spila fyrir þennan klúbb, vá, fyrir þetta fólk og þennan klúbb er ólýsanlegt.“ Berglind sagði að nú væri stefnan sett á að vinna titilinn fjórða árið í röð: „Við tókum bikarinn líka í ár sem var nýtt. Nú höldum við bara ótrauðar áfram,“ sagði hún, en spurð hvort það sé bara eitt stórveldi á Íslandi í dag var hún fljót að svara: „Það er bara eitt stórveldi á Íslandi í dag.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37 Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12 Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Það er alveg geggjað að taka þetta þrjú ár í röð. Tilfinningin er ólýsanleg,“ sagði brosmild og kampakát Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir að stúlkurnar úr Stykkishólmi tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri á Haukum í oddaleik á útivelli, 67-59, í gærkvöldi. Snæfell, sem varð einnig bikarmeistari fyrr á tímabilinu í fyrsta sinn, hefur verið besta lið landsins undanfarin ár og heldur þeim titli með glans. Haukarnir höfðu Helenu Sverrisdóttur en Snæfell Haiden Palmer, liðsheild og óþreytandi sigurvilja sem skín úr andliti hvers leikmanns. Sigurinn í gær var liðssigur eins og þeir eru svo oft hjá Snæfelli. Varnarleikurinn frábær, samheldnin í liðinu eins og hún verður best og svo er erfitt að tapa fyrir framan alla Hólmara sem voru mættir á Ásvelli í gærkvöldi. „Ég veit ekki hver er að passa bæinn. Löggan eða eitthvað nema hún hafi komið líka. Það er enginn heima,“ sagði Berglind og hló aðspurð hver hefði fengið það hlutverk að passa upp Hólminn á meðan íbúarnir óku suður og fögnuðu með stúlkunum sínum. Úrslitarimman var alveg mögnuð en Snæfell tapaði tvisvar sinnum afar naumt á Ásvöllum áður en liðinu tókst loksins að vinna á Ásvöllum. Þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Haukanna í vetur. „Við völdum rétta leikinn til að vinna!“ sagði Berglind glöð í bragði og hélt áfram: „Þetta er búinn að vera körfubolti fyrir allan peninginn og áhorfendur hafa fengið ótrúlegt úrslitaeinvígi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Að klára þetta í oddaleik á Ásvöllum er ólýsanlegt. Við erum að vinna þetta þriðja árið í röð en þetta er alltaf jafngaman,“ sagði Berglind. Landsliðskonan, sem blaðamaður þurfti að rífa úr óteljandi faðmlögum og kossaflensi við áhorfendur til að ná tali af henni, þurfti að taka ákvörðun um hvort hún yfirleitt gæti haldið áfram að spila körfubolta fyrir nokkrum árum vegna þrálátra axlarmeiðsla. Hún spilar oft þjáð og öxlin er vafin. „Það eru þessir leikir og þessi tilfinning sem heldur manni gangandi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður heldur alltaf áfram. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er lætur sig hafa það að vera teipaður á hverri einustu helvítis æfingu því maður er alltaf að fara úr axlarlið,“ sagði Berglind sem var eðlilega í sigurvímu er hún horfði yfir stuðningsmennina í stúkunni. „Að spila fyrir þennan klúbb, vá, fyrir þetta fólk og þennan klúbb er ólýsanlegt.“ Berglind sagði að nú væri stefnan sett á að vinna titilinn fjórða árið í röð: „Við tókum bikarinn líka í ár sem var nýtt. Nú höldum við bara ótrauðar áfram,“ sagði hún, en spurð hvort það sé bara eitt stórveldi á Íslandi í dag var hún fljót að svara: „Það er bara eitt stórveldi á Íslandi í dag.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37 Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12 Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37
Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12
Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum