Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Sæunn Gísladóttir skrifar 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður Morgan Stanley dróst saman um 54 prósent á tímabilinu. Vísir/Getty Stærstu fjárfestingarbankar Bandaríkjanna áttu gríðarlega erfiðan fyrsta ársfjórðung og dróst hagnaður þeirra á tímabilinu saman um allt að 60 prósent, tekjur drógust saman um allt að tuttugu prósent. Skoski hagfræðingurinn John Kay segir eina birtingarmynd þróunar fjármálakerfisins síðustu áratugi hve mikill óstöðugleiki ríki á fjármálamarkaði. Fyrsta mánuð ársins hrundu hlutabréf í kauphöllum Kína og bárust smitáhrif þess auk lækkandi olíuverðs til Bandaríkjanna. Hlutabréf í helstu fjárfestingarbönkum Bandaríkjanna lækkuðu all verulega á tímabilinu, eða um milli fimmtán og tæplega þrjátíu prósent. Nú sýna tilkynningar að bandarískir bankar áttu verulega þungan fyrsta ársfjórðung. Hagnaður Citigroup dróst saman um 27 prósent, tekjur drógust saman um ellefu prósent og námu 17,6 milljörðum dollara, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Tekjur Bank of America drógust einnig saman og námu 2,7 milljörðum dollara, jafnvirði 336 milljarða íslenskra króna, á sama tíma námu heildartekjur Wells Fargo 5,5 milljörðum dollara, 685 milljörðum króna. Hagnaður JP Morgan Chase & Co dróst saman um 6,7 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist yfir fimm ársfjórðunga tímabil. Hagnaður fjárfestingarbankans Goldman Sachs dróst verulega saman á ársfjórðungnum, fjórða ársfjórðunginn í röð. Hagnaður dróst saman um 60 prósent og tekjur fyrirtækisins drógust saman um 40,3 prósent á tímabilinu. Tekjur námu 6,34 milljörðum dollara, jafnvirði 785 milljarða íslenskra króna. Þær hafa ekki verið lægri síðan árið 2011. Eitt mesta höggið var hjá Morgan Stanley. Hagnaður bankans dróst saman um 54 prósent. Tekjur féllu um 21 prósent og námu 7,8 milljörðum dollara, 967 milljörðum króna, á tímabilinu. Af öllum bandarísku fjárfestingarbönkunum er talið að Morgan Stanley hafi hlotið mesta höggið þar sem hann er ekki með stóra viðskiptabankastarfsemi til að mýkja höggið í fjárfestingarbankastarfsemi. Greiningaraðilar segja að þetta hafi verið versta byrjun árs síðan í fjármálakreppunni 2007 til 2008 og óttast nú að niðurstaða fyrsta ársfjórðungs bendi til þess að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. Tengdar fréttir Hagnaður JP Morgan dróst saman milli ársfjórðunga Hagnaður JPMorgan Chase & Co dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 14. apríl 2016 07:00 Hagnaður Goldman Sachs dregst verulega saman Tekjur Goldman Sachs drógust saman um 40,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi. 19. apríl 2016 12:31 Tekjur Bank of America drógust saman um 13% Tekjur Bank of America og Wells Fargo drógust saman á fyrsta ársfjórðungi. 14. apríl 2016 16:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stærstu fjárfestingarbankar Bandaríkjanna áttu gríðarlega erfiðan fyrsta ársfjórðung og dróst hagnaður þeirra á tímabilinu saman um allt að 60 prósent, tekjur drógust saman um allt að tuttugu prósent. Skoski hagfræðingurinn John Kay segir eina birtingarmynd þróunar fjármálakerfisins síðustu áratugi hve mikill óstöðugleiki ríki á fjármálamarkaði. Fyrsta mánuð ársins hrundu hlutabréf í kauphöllum Kína og bárust smitáhrif þess auk lækkandi olíuverðs til Bandaríkjanna. Hlutabréf í helstu fjárfestingarbönkum Bandaríkjanna lækkuðu all verulega á tímabilinu, eða um milli fimmtán og tæplega þrjátíu prósent. Nú sýna tilkynningar að bandarískir bankar áttu verulega þungan fyrsta ársfjórðung. Hagnaður Citigroup dróst saman um 27 prósent, tekjur drógust saman um ellefu prósent og námu 17,6 milljörðum dollara, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Tekjur Bank of America drógust einnig saman og námu 2,7 milljörðum dollara, jafnvirði 336 milljarða íslenskra króna, á sama tíma námu heildartekjur Wells Fargo 5,5 milljörðum dollara, 685 milljörðum króna. Hagnaður JP Morgan Chase & Co dróst saman um 6,7 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist yfir fimm ársfjórðunga tímabil. Hagnaður fjárfestingarbankans Goldman Sachs dróst verulega saman á ársfjórðungnum, fjórða ársfjórðunginn í röð. Hagnaður dróst saman um 60 prósent og tekjur fyrirtækisins drógust saman um 40,3 prósent á tímabilinu. Tekjur námu 6,34 milljörðum dollara, jafnvirði 785 milljarða íslenskra króna. Þær hafa ekki verið lægri síðan árið 2011. Eitt mesta höggið var hjá Morgan Stanley. Hagnaður bankans dróst saman um 54 prósent. Tekjur féllu um 21 prósent og námu 7,8 milljörðum dollara, 967 milljörðum króna, á tímabilinu. Af öllum bandarísku fjárfestingarbönkunum er talið að Morgan Stanley hafi hlotið mesta höggið þar sem hann er ekki með stóra viðskiptabankastarfsemi til að mýkja höggið í fjárfestingarbankastarfsemi. Greiningaraðilar segja að þetta hafi verið versta byrjun árs síðan í fjármálakreppunni 2007 til 2008 og óttast nú að niðurstaða fyrsta ársfjórðungs bendi til þess að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka.
Tengdar fréttir Hagnaður JP Morgan dróst saman milli ársfjórðunga Hagnaður JPMorgan Chase & Co dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 14. apríl 2016 07:00 Hagnaður Goldman Sachs dregst verulega saman Tekjur Goldman Sachs drógust saman um 40,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi. 19. apríl 2016 12:31 Tekjur Bank of America drógust saman um 13% Tekjur Bank of America og Wells Fargo drógust saman á fyrsta ársfjórðungi. 14. apríl 2016 16:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hagnaður JP Morgan dróst saman milli ársfjórðunga Hagnaður JPMorgan Chase & Co dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 14. apríl 2016 07:00
Hagnaður Goldman Sachs dregst verulega saman Tekjur Goldman Sachs drógust saman um 40,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi. 19. apríl 2016 12:31
Tekjur Bank of America drógust saman um 13% Tekjur Bank of America og Wells Fargo drógust saman á fyrsta ársfjórðungi. 14. apríl 2016 16:30