Dagur eða Oddný Þór Rögnvaldsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga. Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið. Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana. Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga. Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið. Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana. Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar