Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Snærós Sindradóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Flugumferðarstjórum hefur fækkað mjög lítið síðastliðin ár þrátt fyrir að flugumferð hafi margfaldast á sama tíma. Nú fara þeir fram á verulegar launahækkanir. Vísir/Vilhelm Krafa flugumferðarstjóra í launadeilu sinni við Isavia er um nærri sextíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta ástæða þess að ekkert þokast í deilunni og langt er í næsta fund. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að nú þegar séu meðallaun flugumferðarstjóra um ein milljón króna á mánuði, án yfirvinnu. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október 2015. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hófst 6. apríl síðastliðinn. Röskun á flugi hefur verið töluverð en ekkert áætlunarflug var um Keflavíkurflugvöll á milli níu að kvöldi og sjö að morgni aðfaranótt föstudags. Á fimmtudag sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar harðorða ályktun gegn yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. „Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir: „Ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn er í húfi og mikilvægt að stöðugleiki ríki í samgöngum. Þá verður að eyða allri óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla hið fyrsta.“ Í samtali við Fréttablaðið þann 12. apríl síðastliðinn sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, stéttina standa frammi fyrir miklum landflutningum. Flugumferð hafi aukist um áttatíu prósent á meðan lítið hafi fjölgað í stéttinni. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið,“ sagði Sigurjón. Þá kom fram að félagið hefði látið gera samanburð á launum í 24 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir flugumferðarstjórar hefðu fimmta lakasta kaupmáttinn. Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins WOW air, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að það væri umhugsunarefni þegar ein stétt getur nánast lokað landinu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til þjálfunarbanns sem hefjast á sjötta maí næstkomandi. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa banninu til Félagsdóms. Enginn fundur er boðaður í kjaradeilunni fyrir 6. maí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Krafa flugumferðarstjóra í launadeilu sinni við Isavia er um nærri sextíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta ástæða þess að ekkert þokast í deilunni og langt er í næsta fund. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að nú þegar séu meðallaun flugumferðarstjóra um ein milljón króna á mánuði, án yfirvinnu. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október 2015. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hófst 6. apríl síðastliðinn. Röskun á flugi hefur verið töluverð en ekkert áætlunarflug var um Keflavíkurflugvöll á milli níu að kvöldi og sjö að morgni aðfaranótt föstudags. Á fimmtudag sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar harðorða ályktun gegn yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. „Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir: „Ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn er í húfi og mikilvægt að stöðugleiki ríki í samgöngum. Þá verður að eyða allri óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla hið fyrsta.“ Í samtali við Fréttablaðið þann 12. apríl síðastliðinn sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, stéttina standa frammi fyrir miklum landflutningum. Flugumferð hafi aukist um áttatíu prósent á meðan lítið hafi fjölgað í stéttinni. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið,“ sagði Sigurjón. Þá kom fram að félagið hefði látið gera samanburð á launum í 24 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir flugumferðarstjórar hefðu fimmta lakasta kaupmáttinn. Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins WOW air, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að það væri umhugsunarefni þegar ein stétt getur nánast lokað landinu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til þjálfunarbanns sem hefjast á sjötta maí næstkomandi. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa banninu til Félagsdóms. Enginn fundur er boðaður í kjaradeilunni fyrir 6. maí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur