John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2016 08:45 Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is. Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is.
Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti