Hvernig væri skóli án kennara? Hjörvar Gunnarsson skrifar 12. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar