Hvernig væri skóli án kennara? Hjörvar Gunnarsson skrifar 12. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar