Forsetinn sagður nota sterka frambjóðendur til að þurfa ekki að hætta við vegna aflandsskjalamála Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2016 20:40 Andrés Jónsson segir að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki boðið sig fram ef hann og Davíð Oddsson hefðu verið búnir að tala sig saman um þá atburðarás sem átti sér stað í dag. Vísir/Anton „Ég met það þannig að það séu góðar líkur á að hann hætti,“ segir almannatengillinn Andrés Jónsson um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem gat ekki svarað því hvort nafn hans verði á kjörseðli þegar gengið verður til forsetakosningum í sumar.Andrés Jónsson almannatengill.VísirÓlafur Ragnar var í viðtali í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagðist vera að endurmeta stöðuna í ljósi nýrra framboða sem hafa bæst við forsetaslaginn og benti þar á sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„Þá hefði það orðið eftirmælin hans“ „Ég held að hann bakki. Hann gæti beðið eftir fyrstu könnun en það gæti tafist út af Davíð. Menn voru örugglega byrjaðir á könnun sem þarf að byrja aftur á út af Davíð,“ segir Andrés en Davíð tilkynnti um framboð sitt í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Andrés segir Ólaf Ragnar vera örugglega kominn langt með að hætta og hafi verið að leita að annarri ástæðu til að draga framboð sitt til baka en fregnir af aflandseignatengslum eiginkonu sinnar, Dorrit Moussaieff. „Hann gat bara ekki hætt í tengslum við þessi aflandsskjalamál því þá hefði það orðið eftirmælin hans. Hann er búinn að vera svo lengi og maður sér að hann tiltekur að það sé komnir sterkir frambjóðendur þó honum sé ekkert sérstaklega vel við hvorugan. Þannig að ég held að hann sé að leita að annarri ástæðu og sé örugglega kominn langt með að hætta við,“ segir Andrés.Framboð Davíðs lengi í bræðingi Það vakti töluverða athygli hve fögrum orðum þeir Davíð og Ólafur fóru um hvorn annan í viðtölum í dag en Andrés segir það ekki benda til þess að þeir séu búnir að gera samkomulag sín á milli að Davíð taki við kyndlinum af forsetanum í ljósi veikrar stöðu Ólafs Ragnars.Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson þegar þeir mættust á útvarpssviði 365 í morgun.Vísir„Ég held ekki. Af því ólíkt því sem Davíð sagði í viðtalinu þá er þetta búið að vera í bræðingi lengi að gefa kost á sér. Hans nánustu samstarfsmenn og stuðningsmenn hafa verið að kanna áhuga á hans framboði og biðja fólk um að styðja hann og meðal annars Kjartan Gunnarsson. Ólafur Ragnar hefði ekki gefið kost á sér ef þeir væru búnir að tala sig saman um þetta. Ég veit ekki til þess að þeir séu í neinu sambandi þó það fari einhverjum sögum af því. Ég held hins vegar að þetta séu allt taktískt ummæli hjá þeim báðum. Eins og heyrist tjá þeir sig með mjög svipuðum hætti. Ef þeir eru agressífir þá eru þeir passíft agressífir. Þeir báðir segja hluti sem eru eiginlega oft hálfgerð öfugmæli en segja það á þann hátt að þeir sleppa með það. Þeir eru mjög reyndir, með svipaðan stíl og klárir og skyldi enginn vanmeta þá,“ segir Andrés. Telur Guðna Th. hafa svarað vel fyrir harða gagnrýni Hann segir mikinn meðbyr með Guðna Th. Jóhannessyni. Guðni hefur farið mikinn í viðtölum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð sitt á uppstigningardag og hefur svarað nokkuð afdráttarlaust gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. Andrés segir Guðna hafa leyst vel úr því.Sjá einnig: Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Vendingar dagsins gætu skapað pláss fyrir Andra Snæ Magnason, að mati Andrésar Jónssonar.visir/valli„Þessi lína hjá honum, sem minnir mig á eitthvað sem maður hefur séð úr bandarískum stjórnmálum, þar sem hann segir: „Ég hef lofað að ég mun svara öllum spurningum sem til mín er beint“, þetta er svo sterk ímyndarsköpun þegar hann kemur með þessa línu. Svo svarar hann alltaf spurningunum. Svo hljóp hann viljandi til hægri fyrstu dagana eftir formlegum tilkynninguna. Það var í rauninni af því hann var búinn að sjá hvar hann yrði gagnrýndur og menn myndu reyna að skilgreina hann sem ESB-sinna. Þá fór hann mjög langt frá því og svo var hann búinn að hugsa vel svarið sitt varðandi Icesave.“ Gæti skapað pláss fyrir Andra Snæ Hann segir þessar vendingar mögulega geta skapað pláss fyrir Andra Snæ Magnason sem mældist með talsvert fylgi en dalaði töluvert þegar Guðni Th. bættist inn í myndina. „Það gæti myndast einhver bylgja þegar einmitt Guðni er að reyna að höfða svo vítt og breytt. Hann gæti skapað pláss fyrir Andra en varla nóg til að Andri nái að sigra. En maður skyldi aldrei segja aldrei. Andri er búinn að vera í svolitlum mótbyr og hefur ekki náð flugi en hann mun væntanlega bíða þar til kemur að sjónvarpskappræðum áður en hann ákveður sig hvort hann fer alla leið.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
„Ég met það þannig að það séu góðar líkur á að hann hætti,“ segir almannatengillinn Andrés Jónsson um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem gat ekki svarað því hvort nafn hans verði á kjörseðli þegar gengið verður til forsetakosningum í sumar.Andrés Jónsson almannatengill.VísirÓlafur Ragnar var í viðtali í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagðist vera að endurmeta stöðuna í ljósi nýrra framboða sem hafa bæst við forsetaslaginn og benti þar á sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„Þá hefði það orðið eftirmælin hans“ „Ég held að hann bakki. Hann gæti beðið eftir fyrstu könnun en það gæti tafist út af Davíð. Menn voru örugglega byrjaðir á könnun sem þarf að byrja aftur á út af Davíð,“ segir Andrés en Davíð tilkynnti um framboð sitt í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Andrés segir Ólaf Ragnar vera örugglega kominn langt með að hætta og hafi verið að leita að annarri ástæðu til að draga framboð sitt til baka en fregnir af aflandseignatengslum eiginkonu sinnar, Dorrit Moussaieff. „Hann gat bara ekki hætt í tengslum við þessi aflandsskjalamál því þá hefði það orðið eftirmælin hans. Hann er búinn að vera svo lengi og maður sér að hann tiltekur að það sé komnir sterkir frambjóðendur þó honum sé ekkert sérstaklega vel við hvorugan. Þannig að ég held að hann sé að leita að annarri ástæðu og sé örugglega kominn langt með að hætta við,“ segir Andrés.Framboð Davíðs lengi í bræðingi Það vakti töluverða athygli hve fögrum orðum þeir Davíð og Ólafur fóru um hvorn annan í viðtölum í dag en Andrés segir það ekki benda til þess að þeir séu búnir að gera samkomulag sín á milli að Davíð taki við kyndlinum af forsetanum í ljósi veikrar stöðu Ólafs Ragnars.Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson þegar þeir mættust á útvarpssviði 365 í morgun.Vísir„Ég held ekki. Af því ólíkt því sem Davíð sagði í viðtalinu þá er þetta búið að vera í bræðingi lengi að gefa kost á sér. Hans nánustu samstarfsmenn og stuðningsmenn hafa verið að kanna áhuga á hans framboði og biðja fólk um að styðja hann og meðal annars Kjartan Gunnarsson. Ólafur Ragnar hefði ekki gefið kost á sér ef þeir væru búnir að tala sig saman um þetta. Ég veit ekki til þess að þeir séu í neinu sambandi þó það fari einhverjum sögum af því. Ég held hins vegar að þetta séu allt taktískt ummæli hjá þeim báðum. Eins og heyrist tjá þeir sig með mjög svipuðum hætti. Ef þeir eru agressífir þá eru þeir passíft agressífir. Þeir báðir segja hluti sem eru eiginlega oft hálfgerð öfugmæli en segja það á þann hátt að þeir sleppa með það. Þeir eru mjög reyndir, með svipaðan stíl og klárir og skyldi enginn vanmeta þá,“ segir Andrés. Telur Guðna Th. hafa svarað vel fyrir harða gagnrýni Hann segir mikinn meðbyr með Guðna Th. Jóhannessyni. Guðni hefur farið mikinn í viðtölum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð sitt á uppstigningardag og hefur svarað nokkuð afdráttarlaust gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. Andrés segir Guðna hafa leyst vel úr því.Sjá einnig: Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Vendingar dagsins gætu skapað pláss fyrir Andra Snæ Magnason, að mati Andrésar Jónssonar.visir/valli„Þessi lína hjá honum, sem minnir mig á eitthvað sem maður hefur séð úr bandarískum stjórnmálum, þar sem hann segir: „Ég hef lofað að ég mun svara öllum spurningum sem til mín er beint“, þetta er svo sterk ímyndarsköpun þegar hann kemur með þessa línu. Svo svarar hann alltaf spurningunum. Svo hljóp hann viljandi til hægri fyrstu dagana eftir formlegum tilkynninguna. Það var í rauninni af því hann var búinn að sjá hvar hann yrði gagnrýndur og menn myndu reyna að skilgreina hann sem ESB-sinna. Þá fór hann mjög langt frá því og svo var hann búinn að hugsa vel svarið sitt varðandi Icesave.“ Gæti skapað pláss fyrir Andra Snæ Hann segir þessar vendingar mögulega geta skapað pláss fyrir Andra Snæ Magnason sem mældist með talsvert fylgi en dalaði töluvert þegar Guðni Th. bættist inn í myndina. „Það gæti myndast einhver bylgja þegar einmitt Guðni er að reyna að höfða svo vítt og breytt. Hann gæti skapað pláss fyrir Andra en varla nóg til að Andri nái að sigra. En maður skyldi aldrei segja aldrei. Andri er búinn að vera í svolitlum mótbyr og hefur ekki náð flugi en hann mun væntanlega bíða þar til kemur að sjónvarpskappræðum áður en hann ákveður sig hvort hann fer alla leið.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15
Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33
Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41