Forsetinn segist hafa verið að tala um fjölskyldu sína á Íslandi þegar hann svaraði CNN Birgir Olgeirsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. maí 2016 12:35 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur fjölmiðlaumfjöllun erlendis um aflandseign eiginkonu hans Dorrit Moussaieff ekki hafa skaðað ímynd Íslands. Þetta sagði Ólafur Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má hér fyrir ofan. Þar var hann spurður hvers vegna hann neitaði aðkomu Dorritar að aflandsfélögum í viðtali við CNN í apríl síðastliðnum þrátt fyrir að hafa fullyrt á seinni stigum málsins að hafa aldrei haft upplýsingar um fjármál Dorrit. „Þegar ég svaraði þeirri spurningu og hún nefndi fjölskyldu mína þá átti ég nú við fjölskyldu mína á Íslandi vegna þess að þannig skil ég það orðalag,“ sagði Ólafur. „Og varðandi Dorrit þá hafði ég engar upplýsingar um það og það hafði aldrei borist í tal milli okkar en það hefur komið á daginn að þessar upplýsingar sem voru birtar í upphafi þessarar viku í raun og veru eru ekki mótsögn við það sem ég sagði vegna þess að ef að við skoðum það sem birtist í byrjun þessarar viku þá er það í fyrsta lagi að það séu bankareikningar í Sviss, sem eru notaðir í virtum banka í Sviss, og það er alveg rétt að foreldrar Dorritar og aðrir í fjölskyldunni hafa notað þennan banka enda hafa þau stundað verslun og viðskipti í Sviss í áratugi, en Dorrit hefur aldrei átt neinn reikning eða stundað nein viðskipti við þennan banka og hvað snertir Jaywick, sem hefur verið nefnt í þessu sambandi, þá hefur hún aldrei komið að því félagi og vissi ekkert um það og á enga hagsmuni þar að gæta. Og annað sem þarna hefur komið fram eru fyrirkomulag erfðamála sem foreldrar hennar gerðu og taka ekki gildi fyrr en þau eru bæði látin,“ sagði Ólafur. Taldi spurninguna ekki snúast um foreldra Dorritar Þarna hafði Ólafur svarað því að hann taldi spurningu fréttamanns CNN hafa snúið að fjölskyldu sinni á Íslandi en fréttamaður CNN spurði Ólaf einmitt að því hvort eiginkona hans ætti einhverjar aflandseignir. Var hann því spurður í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort hann liti ekki á Dorrit sem fjölskyldu sína? „Jú, jú, ég geri það vissulega. En hvað snertir foreldra Dorritar þá voru þau um sjötugt þegar ég hitti þau og hef í sjálfu sér ekki haft mikil samskipti við þau þó ég beri miklar virðingu fyrir þeim og Shlomo (Moussaieff, faðir Dorritar) nýtur mikillar virðingar í heimi safnara á fornmunum og sama gildir um konu hans. En ég hef aldrei litið á þau sem fjölskyldu með sama hætti og Döllu og Tinnu og fjölskyldur þeirra og hér á Íslandi. Ég hitti þau kannski einu sinni til tvisvar, þrisvar á ári. Þau lifa sínu sjálfstæða lífi og voru þegar orðin öldruð þegar ég hitti þau. Þannig að þegar ég er spurður um fjölskyldu mína, hvort sem það er af þér eða Christiane Amanpour , þá skil ég þá spurningu sem ég og Dorrit og dætur mínar og fólk þeirra hér á Íslandi.“En þarna varstu einmitt spurður um Dorrit og hún hefur tengsl við aflandsfélög?„Einu tengslin sem þarna voru komin fram snerta það að foreldrar hennar hafa ákveðið að hún og systur hennar fái arf að þeim látnum.“Segir málið hvorki hafa skaðað embættið né ímynd ÍslandsSpurður hvort þetta mál hafi skaðað forsetaembættið svaraði hann því neitandi. „Ég hef ekki séð neinn vitnisburð um það að það hafi skaðað forsetaembættið og eins og ég sagði við þig á áðan að ef þú tekur þessa grein í Guardian, sem var fjórðungur úr síðu eða svo, þá veit ég ekki til þess að það hafi verið nein umfjöllun um þetta mál í breskum fjölmiðlum að öðru leyti, þetta hefur verið mikil umræða um það hér. Hún hefur auðvitað verið að miklu leyti knúin áfram af ákveðnum tilfinningum eða í samhengi við það sem var að gerast hér í íslensku hagkerfi. En ég hef ekki séð neinn vitnisburð um það hafi skaðað forsetaembættið,“ svaraði Ólafur og taldi einnig að þessi umfjöllun hefði ekki skaðað ímynd Íslands. Hefur ekki áhrif á ákvörðun hans um framboðSpurður hvort þetta hefði haft áhrif á ákvörðun hans um að bjóða sig fram svaraði hann því einnig neitandi. „Það hefur ekki haft nein áhrif á það vegna þess að þegar ég tek ákvarðanir þá tek ég ákvarðanir út frá þeim grundvelli hvernig hlutirnir eru í raun og veru en ekki eftir hasarnum. Og hvað mér finnst í mínu hjarta og í mínum huga.“Nánar verður rætt við Ólaf Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur fjölmiðlaumfjöllun erlendis um aflandseign eiginkonu hans Dorrit Moussaieff ekki hafa skaðað ímynd Íslands. Þetta sagði Ólafur Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má hér fyrir ofan. Þar var hann spurður hvers vegna hann neitaði aðkomu Dorritar að aflandsfélögum í viðtali við CNN í apríl síðastliðnum þrátt fyrir að hafa fullyrt á seinni stigum málsins að hafa aldrei haft upplýsingar um fjármál Dorrit. „Þegar ég svaraði þeirri spurningu og hún nefndi fjölskyldu mína þá átti ég nú við fjölskyldu mína á Íslandi vegna þess að þannig skil ég það orðalag,“ sagði Ólafur. „Og varðandi Dorrit þá hafði ég engar upplýsingar um það og það hafði aldrei borist í tal milli okkar en það hefur komið á daginn að þessar upplýsingar sem voru birtar í upphafi þessarar viku í raun og veru eru ekki mótsögn við það sem ég sagði vegna þess að ef að við skoðum það sem birtist í byrjun þessarar viku þá er það í fyrsta lagi að það séu bankareikningar í Sviss, sem eru notaðir í virtum banka í Sviss, og það er alveg rétt að foreldrar Dorritar og aðrir í fjölskyldunni hafa notað þennan banka enda hafa þau stundað verslun og viðskipti í Sviss í áratugi, en Dorrit hefur aldrei átt neinn reikning eða stundað nein viðskipti við þennan banka og hvað snertir Jaywick, sem hefur verið nefnt í þessu sambandi, þá hefur hún aldrei komið að því félagi og vissi ekkert um það og á enga hagsmuni þar að gæta. Og annað sem þarna hefur komið fram eru fyrirkomulag erfðamála sem foreldrar hennar gerðu og taka ekki gildi fyrr en þau eru bæði látin,“ sagði Ólafur. Taldi spurninguna ekki snúast um foreldra Dorritar Þarna hafði Ólafur svarað því að hann taldi spurningu fréttamanns CNN hafa snúið að fjölskyldu sinni á Íslandi en fréttamaður CNN spurði Ólaf einmitt að því hvort eiginkona hans ætti einhverjar aflandseignir. Var hann því spurður í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort hann liti ekki á Dorrit sem fjölskyldu sína? „Jú, jú, ég geri það vissulega. En hvað snertir foreldra Dorritar þá voru þau um sjötugt þegar ég hitti þau og hef í sjálfu sér ekki haft mikil samskipti við þau þó ég beri miklar virðingu fyrir þeim og Shlomo (Moussaieff, faðir Dorritar) nýtur mikillar virðingar í heimi safnara á fornmunum og sama gildir um konu hans. En ég hef aldrei litið á þau sem fjölskyldu með sama hætti og Döllu og Tinnu og fjölskyldur þeirra og hér á Íslandi. Ég hitti þau kannski einu sinni til tvisvar, þrisvar á ári. Þau lifa sínu sjálfstæða lífi og voru þegar orðin öldruð þegar ég hitti þau. Þannig að þegar ég er spurður um fjölskyldu mína, hvort sem það er af þér eða Christiane Amanpour , þá skil ég þá spurningu sem ég og Dorrit og dætur mínar og fólk þeirra hér á Íslandi.“En þarna varstu einmitt spurður um Dorrit og hún hefur tengsl við aflandsfélög?„Einu tengslin sem þarna voru komin fram snerta það að foreldrar hennar hafa ákveðið að hún og systur hennar fái arf að þeim látnum.“Segir málið hvorki hafa skaðað embættið né ímynd ÍslandsSpurður hvort þetta mál hafi skaðað forsetaembættið svaraði hann því neitandi. „Ég hef ekki séð neinn vitnisburð um það að það hafi skaðað forsetaembættið og eins og ég sagði við þig á áðan að ef þú tekur þessa grein í Guardian, sem var fjórðungur úr síðu eða svo, þá veit ég ekki til þess að það hafi verið nein umfjöllun um þetta mál í breskum fjölmiðlum að öðru leyti, þetta hefur verið mikil umræða um það hér. Hún hefur auðvitað verið að miklu leyti knúin áfram af ákveðnum tilfinningum eða í samhengi við það sem var að gerast hér í íslensku hagkerfi. En ég hef ekki séð neinn vitnisburð um það hafi skaðað forsetaembættið,“ svaraði Ólafur og taldi einnig að þessi umfjöllun hefði ekki skaðað ímynd Íslands. Hefur ekki áhrif á ákvörðun hans um framboðSpurður hvort þetta hefði haft áhrif á ákvörðun hans um að bjóða sig fram svaraði hann því einnig neitandi. „Það hefur ekki haft nein áhrif á það vegna þess að þegar ég tek ákvarðanir þá tek ég ákvarðanir út frá þeim grundvelli hvernig hlutirnir eru í raun og veru en ekki eftir hasarnum. Og hvað mér finnst í mínu hjarta og í mínum huga.“Nánar verður rætt við Ólaf Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15
Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00
Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45
Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00