Þegar fjöll og fossar þurfa rödd – Andri Snær í forsetaembættið Soffía Vagnsdóttir skrifar 6. maí 2016 11:09 „Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ – og gott betur. Að veita athygli því sem veitir okkur lífið, náttúrunni sjálfri, er hollt fyrir okkur öll. Ef við ímyndum okkur að náttúran okkar þurfi brátt að mæla og koma til okkar mikilvægum skilaboðum, hver yrðu þau? Íslensk náttúra er eitt allsherjar listaverk, málað í stórkostlegum litbrigðum sem skipta litum eftir árstíðum og veðri. Við þurfum að standa vörð um náttúru og náttúruauðlindir, að muna að við sem nú búum hér og nýtum landið, eigum þeim skyldum að gegna að tryggja að komandi kynslóðir eigi sömu valkosti til búsetu og við og jafnvel betri. Og til þess þurfum við að nýta sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem í okkur býr. Við þurfum að auka samræðu um nýsköpun, finna leiðir til orkusparnaðar, ígrunda kröfur okkar um veraldleg gæði, og huga að endurnýtingu og samnýtingu á ýmsu. Við þurfum að styrkja lýðræðislega hugsun og samræðu þar sem allar hugmyndir og skoðanir fá að hljóma án þess þó að til átaka komi og geta rætt okkur til farsællar niðurstöðu í mikilvægum málum. Andri Snær Magnason býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur um langa hríð lagt sitt á vogarskálarnar til að tala fyrir fjöllin og fossana. Hann hefur í ræðu og riti talað fyrir varkárni í nýtinu auðlinda og fremur hvatt til virkjunar hugaraflsins/ímyndunaraflsins til auðlindasköpunar. Það eru ekki mörg ár síðan fáir höfðu trú á ferðamennsku, kvikmyndabransa, tónlistarauðlind eða íslenskum bókmenntum á heimsmarkaði. „Hér verður ekkert annað en fiskur og svo kannski álframleiðsla eða olíuhreinsistöð í fallegum firði“, sögðu menn. Nú hefur annað komið á daginn. Arnaldur og Yrsa seljast út um víða veröld, Baltasar kominn til Hollywood og ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem íslensk náttúra er aðal aðdráttaraflið. Andri Snær Magnason hefur líka skrifað frábærar bækur með mikilvægum boðskap fyrir börn sem fræða þau m.a. um umhverfi og náttúru og virðingu fyrir henni. Andri Snær hefur sagt að hann vilji beita embætti forseta Íslands til að tala fyrir þessum mikilvægu þáttum, náttúru, menningu og lýðræði. Það þarf nýja hugsun í alla valdastóla þar sem spilling og hagsmunatengsl heyra sögunni til. Það þarf vettvang við opna samræðu. Andri Snær vill beita sér í embætti forseta af hreinum vilja til að skapa heilbrigðara og lýðræðislegra samfélag þar sem fjölmenning og frjó hugsun fá notið sín. Það er mjög mikilvægt að hann fá til þess góða kosningu. Það er hugsun inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
„Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ – og gott betur. Að veita athygli því sem veitir okkur lífið, náttúrunni sjálfri, er hollt fyrir okkur öll. Ef við ímyndum okkur að náttúran okkar þurfi brátt að mæla og koma til okkar mikilvægum skilaboðum, hver yrðu þau? Íslensk náttúra er eitt allsherjar listaverk, málað í stórkostlegum litbrigðum sem skipta litum eftir árstíðum og veðri. Við þurfum að standa vörð um náttúru og náttúruauðlindir, að muna að við sem nú búum hér og nýtum landið, eigum þeim skyldum að gegna að tryggja að komandi kynslóðir eigi sömu valkosti til búsetu og við og jafnvel betri. Og til þess þurfum við að nýta sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem í okkur býr. Við þurfum að auka samræðu um nýsköpun, finna leiðir til orkusparnaðar, ígrunda kröfur okkar um veraldleg gæði, og huga að endurnýtingu og samnýtingu á ýmsu. Við þurfum að styrkja lýðræðislega hugsun og samræðu þar sem allar hugmyndir og skoðanir fá að hljóma án þess þó að til átaka komi og geta rætt okkur til farsællar niðurstöðu í mikilvægum málum. Andri Snær Magnason býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur um langa hríð lagt sitt á vogarskálarnar til að tala fyrir fjöllin og fossana. Hann hefur í ræðu og riti talað fyrir varkárni í nýtinu auðlinda og fremur hvatt til virkjunar hugaraflsins/ímyndunaraflsins til auðlindasköpunar. Það eru ekki mörg ár síðan fáir höfðu trú á ferðamennsku, kvikmyndabransa, tónlistarauðlind eða íslenskum bókmenntum á heimsmarkaði. „Hér verður ekkert annað en fiskur og svo kannski álframleiðsla eða olíuhreinsistöð í fallegum firði“, sögðu menn. Nú hefur annað komið á daginn. Arnaldur og Yrsa seljast út um víða veröld, Baltasar kominn til Hollywood og ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem íslensk náttúra er aðal aðdráttaraflið. Andri Snær Magnason hefur líka skrifað frábærar bækur með mikilvægum boðskap fyrir börn sem fræða þau m.a. um umhverfi og náttúru og virðingu fyrir henni. Andri Snær hefur sagt að hann vilji beita embætti forseta Íslands til að tala fyrir þessum mikilvægu þáttum, náttúru, menningu og lýðræði. Það þarf nýja hugsun í alla valdastóla þar sem spilling og hagsmunatengsl heyra sögunni til. Það þarf vettvang við opna samræðu. Andri Snær vill beita sér í embætti forseta af hreinum vilja til að skapa heilbrigðara og lýðræðislegra samfélag þar sem fjölmenning og frjó hugsun fá notið sín. Það er mjög mikilvægt að hann fá til þess góða kosningu. Það er hugsun inn í framtíðina.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun