Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 12:15 Liverpool-menn fagna marki. vísir/getty Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 en Liverpool skoraði strax í upphafi leiks og bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liverpool skoraði þriðja markið eftir að Villarreal hafði misst fyrirliða sinn af velli með tvö gul spjöld. Liverpool mætir öðru spænsku liði í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi því Sevilla er komið alla leið þriðja árið í röð. Liverpool er nú aðeins einum sigri frá Meistaradeildinni því sigurvegarinn í Evrópudeildinni í ár tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Liverpool-liðsins var sannfærandi. Liðið gaf tóninn strax í byrjun og gat bætt við fleiri mörkum. Spænska liðið ógnaði með skyndisóknum í fyrri hálfleik en eftir hlé var aldrei spurning um hvernig færi í kvöld. Daniel Sturridge og Adam Lallana skoruðu seinni tvö mörk Liverpool en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Bruno, leikmanni Villarreal. Daniel Sturridge kom við sögu í öllum þrmeur mörkunum. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur en það var sjálfsmark eftir undirbúning Roberto Firmino. Daniel Sturridge var nálægt því að skora en boltinn fór af Villarreal-manninum og í markið. Daniel Sturridge bætti við öðru marki Liverpool á 63. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir flottan undirbúning frá Roberto Firmino. Sturridge nýtti sér það og kom Liverpool í frábæra stöðu. Víctor Ruiz, fyrirliði Villarreal, fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu og því spilaði spænska liðið manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Liverpool og úrslitin voru endanlega ráðin þegar Adam Lallana skoraði þriðja markið tíu mínútum síðar eftir að hann framlengdi skot Daniel Sturridge yfir marklínuna.Liverpool kemst í 1-0 á sjöundu mínútu Sturridge kemur Liverpool tveimur mörkum yfir Adam Lallana gulltryggir sigur Liverpool með þriðja markinu Evrópudeild UEFA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 en Liverpool skoraði strax í upphafi leiks og bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liverpool skoraði þriðja markið eftir að Villarreal hafði misst fyrirliða sinn af velli með tvö gul spjöld. Liverpool mætir öðru spænsku liði í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi því Sevilla er komið alla leið þriðja árið í röð. Liverpool er nú aðeins einum sigri frá Meistaradeildinni því sigurvegarinn í Evrópudeildinni í ár tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Liverpool-liðsins var sannfærandi. Liðið gaf tóninn strax í byrjun og gat bætt við fleiri mörkum. Spænska liðið ógnaði með skyndisóknum í fyrri hálfleik en eftir hlé var aldrei spurning um hvernig færi í kvöld. Daniel Sturridge og Adam Lallana skoruðu seinni tvö mörk Liverpool en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Bruno, leikmanni Villarreal. Daniel Sturridge kom við sögu í öllum þrmeur mörkunum. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur en það var sjálfsmark eftir undirbúning Roberto Firmino. Daniel Sturridge var nálægt því að skora en boltinn fór af Villarreal-manninum og í markið. Daniel Sturridge bætti við öðru marki Liverpool á 63. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir flottan undirbúning frá Roberto Firmino. Sturridge nýtti sér það og kom Liverpool í frábæra stöðu. Víctor Ruiz, fyrirliði Villarreal, fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu og því spilaði spænska liðið manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Liverpool og úrslitin voru endanlega ráðin þegar Adam Lallana skoraði þriðja markið tíu mínútum síðar eftir að hann framlengdi skot Daniel Sturridge yfir marklínuna.Liverpool kemst í 1-0 á sjöundu mínútu Sturridge kemur Liverpool tveimur mörkum yfir Adam Lallana gulltryggir sigur Liverpool með þriðja markinu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira